flugfréttir

Stjórnkerfi á 777X uppfylla ekki kröfur FAA í flugprófunum

- Boeing 777X fær ekki leyfi frá FAA til að hefja næsta stig flugprófana

30. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:51

Tvær Boeing 777X tilraunaþotur á Boeing Field flugvellinum í Seattle þann 18. júní síðastliðinn

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa tilkynnt Boeing um að nýja Boeing 777X breiðþotan, sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar þegar hún kemur á markað, geti ekki hafið næsta stig flugprófana þar sem að þotan uppfyllir ekki vissar öryggiskröfur.

Bandaríska dagblaðið The Seattle Times greindi frá þessu sl. sunnudag og kemur fram að FAA hafi varað Boeing við þessu í bréfi sem sent var til flugvélaframleiðandans þann 13. maí síðastliðinn.

Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að framkvæma fleiri flugprófanir og fjölga tilraunaflugferðum sem gæti lengt flugprófanir um tvö ár. Fram kemur í bréfinu að málið varðar stjórnkerfi og rafeindabúnað um borð í Boeing 777X þotunum sem uppfyllir ekki öryggiskröfur nægilega vel og þarf þeim hluta að ljúka fyrst áður en næsta stig flugprófanna getur hafist.

„Flugvélin er ekki tilbúin fyrir framhaldið. Tilteknar tæknilegar upplýsingar, sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út fyrstu flughæfnisvottunina, hafa ekki enn náð því að vera ásættanlegar og lítur út fyrir það að þotan sé ekki komin á það stig svo hún uppfylli reglugerðir“, segir Ian Won, yfirmaður yfir einu útibúi FAA.

Tengist atviki sem átti sér stað í flugprófunum í desember í fyrra

Fram kemur að málið megi rekja til mjög alvarlegs atviks sem kom upp í flugprófunum þann 8. desember í fyrra er varðar einn af stjórnflötum vélarinnar sem varð til þess að flugvélin hreyfðist skyndilega óeðlilega um kinkás vélarinnar („pitch axis“) að sjálfdáðum án þess að tilraunaflugmennirnir framkölluðu þá hreyfingu í stjórnklefanum.

Fram kemur að Boeing hefur ekki enn greint almennilega frá því hvað fór úrskeiðis þann daginn til bandarískra flugmálayfirvalda. Ian Won segir að FAA hafi áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum sem til standi að gera á kerfum sem tengjast hugbúnaði og rafkerfi sem stjórnar stjórnflötum Boeing 777X þotnanna.

Upphaflega stóð til að Boeing 777X kæmi á markaðinn árið 2020

Aðili innan FAA, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að tilfinningin séu sú að Boeing hafi með einhverjum hætti misstígið sig og sé ekki lengur kennt við það öryggi sem hefur einkennt Boeing sem traustan og áreiðanlegan flugvélaframleiðanda alveg frá upphafi.

Annar aðili segir að fyrirhugaðar seinkanir með flughæfnisvottunarferlið á Boeing 777X sé nú á allra vörum bæði innan FAA og Boeing en þotan átti að koma á markað fyrir fjórum árum síðan í stefni í sambærilegar seinkanir líkt og þegar Dreamliner-þotan kom á markað.

„Dagarnir sem að Boeing gat sagt með stolti „FAA treysta okkur fullkomnlega“ eru löngu liðnir“, segir einn aðili innan FAA í viðtali við The Seattle Times. Einnig kemur fram að stofnunin hefur lýst því yfir það verði ekkert gefið eftir er kemur að flugöryggi er varðar vottun fyrir Boeing 777X.

Boeing hóf að þróa Boeing 777X árið 2013 og stóð upphaflega til að hún kæmi á markað árið 2020 en í augnablikinu lítur út fyrir að þotan fái ekki flughæfnisvottun fyrr en í fyrsta lagi árið 2023 eða árið 2024.  fréttir af handahófi

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.