flugfréttir

Vúdú-prestar særðu út illa anda úr þotu sem varð fyrir eldingu

30. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Prestar og vúdúistar mættiu á flugvöllinn í Lomé með sérstakt vatn í fötum til þess að milda reiði þrumuguðsins

Prestar voru kallaðir út á flugvöllinn í Lomé, höfuðborg Afríkuríkisins Togo, á dögunum til þess að særa út illa anda sem hefðu mögulega andsetið Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787 eftir að hún varð fyrir eldingu rétt fyrir lendingu þar í landi.

Þotan var að koma frá Kennedy-flugvellinum í New York og var í áætlunarflugi til Addis Ababa með viðkomu í Lomé þann 20. júní sl. en í aðflugi að flugvellinum í Lomé varð þotan fyrir eldingu.

Flugvélin varð fyrir skemmdum sem uppgötvuðust þegar hún kom að flughlaðinu og gat hún því ekki hafið sig að loft á ný til þess að fljúga legginn til Addis Ababa fyrr en næsta dag.

Landið Togo auk Benín, landa í Karíbahafinu og í Brasilíu, er eitt af þeim löndum þar sem vúdú-trúarbrögð eru iðkuð og samkvæmt trúarlegum hefðum var ekki ráðlagt að flugvélin myndi hefja sig til flugs fyrr en búið væri að ganga úr skugga um að hún væri ekki andsetin eftir eldinguna.

„Þegar elding verður þá er það skylda okkar með öryggi fólks að leiðarljósi að hreinsa það svæði sem verður fyrir þessu náttúrulega fyrirbrigði“, segir Togbé Assiobo Nyagblondjor, formaður prestafélags landsins.

Fram kemur athöfnin hafi snúist um að skvetta vatni með áfengi á þann stað á flugvélinni þar sem eldingunni laust niður til þess að „milda reiði“ þrumuguðsins Hiébiésso.

Latta Gnama, yfirmaður flugmálastjórnarinnar í Togo, var viðstaddur helgiathöfnina á flughlaðinu og segir að allt hafi verið gert til þess að leyfa þeim að framkvæma þessa athöfn.

Gnama tók einnig fram að athöfnin ein og sér hafi ekki dugað því einnig fóru fram viðgerðir á þotunni en þegar þetta tvennt var yfirstaðið flaug þotan til heimaflugvallarins í Eþíópíu.  fréttir af handahófi

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

Færri en 10 júmbó-þotur sem á eftir að afhenda

11. ágúst 2021

|

Í dag eru færri en tíu júmbó-þotur sem Boeing á eftir að afhenda af gerðinni Boeing 747-8 en eftir það mun framleiðsla á júmbó-þotunni taka enda.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda