flugfréttir

Yfir 10.000 farþegar á einum degi um Keflavíkurflugvöll

- Fyrsta sinn sem yfir 10.000 farþegar fara um KEF á einum degi í 15 mánuði

5. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:04

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Met var slegið í fjölda farþega laugardaginn 3. júlí síðastliðinn þegar 10.580 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum.

Daginn eftir, eða þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir.

Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum.

Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er  ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku sem er ný áfangastaður fyrir United Airlines frá Keflavíkurflugvelli.

„Það eru bjartari tímar framundan í rekstri flugvalla og flugfélaga eftir erfiða tíma vegna heimsfaraldursins,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Það er ljóst að tengistöðin hjá Icelandair er að fara í gang að nýju. Þá sýna vel heppnað hlutafjárútboð Play og nýr kjölfestufjárfestir hjá Icelandair að markaðurinn hefur mikla trú á flugi til Íslands og landinu sem áfangastað nú þegar bólusetningar lina tök heimsfaraldursins.“

Guðmundur Daði segir að þó sé mikilvægt að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn.“  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX færi leyfi til þess að fljúga á ný á Indlandi

30. ágúst 2021

|

Boeing 737 MAX þotan hefur fengið leyfi til þess að hefja flug að nýju á Indlandi en indversk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum eftir tveggja og hálfs árs kyrrsetningu

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

Ætla að ráða 4.600 flugmenn á næstu 9 árum

6. ágúst 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air stefnir á að ráða um 4.600 flugmenn á næsta áratuginn eða fram til ársins 2030.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00