flugfréttir
Flugvél með 28 manns um borð brotlenti í Rússlandi
- Var í aðflugi í slæmu skyggni á Kamchatka-skaganum
Flugvélin sem fórst bar skráninguna RA-26085
Rússnesk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að búið sé að finna flak farþegaflugvélar frá flugfélaginu Kamchatka Aviation Enterprise sem hvarf af ratsjá í morgun á Kamchatka-skaganum er flugvélin var í innanlandsflugi í Rússlandi.
Flugvélin sem var af gerðinni Antonov An-26 var í áætlunarflugi frá Petropavlovsk-Kamchatsky
til bæjarins Palana með 22 farþega innanborðs auk sex manna áhafnar.
Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum í þoku og slæmu skyggni þegar samband við vélina
rofnaði og hófst leit að henni eftir að í ljós kom að hún hafði ekki lent á neinum flugvelli.
Leit hefur staðið yfir bæði á landi og á sjó og hefur verið leitað á báðum aðflugssvæðum að
sitthvorum flugbrautarendanum en viðbragðsaðilar móttóku dauf merki frá neyðarsendi
vélarinnar.
Flak flugvélarinnar fannst skömmu síðar við ströndina í um 10 kílómetra fjarlægð
frá flugvellinum í Palana og kom í ljós að vélin hafði brotlent mjög ofarlega á bjargbrún í
klettum við ströndina og hefur brak úr flugvélinni fundist í sjónum.
Fyrstu myndir af slysstað sem teknar voru úr björgunarþyrlu sem tók þátt í leitinni
Samband við flugvélina rofnaði klukkan 15:00 að staðartíma eða klukkan 3:00 í nótt
að íslenskum tíma þegar flugvélin var að koma inn á lokastefnu að brautinni.
Fram kemur að samkvæmt veðurupplýsingum hafi verið skýjað í 1.000 fetum yfir sjávarmáli
við ströndina og alskýjað í 2.400 fetum en engar upplýsingar eru til staðar frá flugvellinum sjálfum.
Ekki er talið að neinn af þeim 28 sem voru um borð í flugvélinni hafi komist lífs af en rannsókn
á orsök slyssins er nú þegar hafin.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að flugvél ferst í sama aðflugi að flugvellinum í Palana en
árið 2012 brotlenti flugvél af gerðinni Antonov An-28 á sömu slóðum á bjargbrúninni
þegar hún var í aðflugi eftir áætlunarflug frá sömu borg. Um borð í því flugi voru 14 manns
og komust fjórir lífs af en í ljós kom að flugmenn vélarinnar höfðu neytt áfengis fyrir flugið.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.