flugfréttir

Flugvél með 28 manns um borð brotlenti í Rússlandi

- Var í aðflugi í slæmu skyggni á Kamchatka-skaganum

6. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:45

Flugvélin sem fórst bar skráninguna RA-26085

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að búið sé að finna flak farþegaflugvélar frá flugfélaginu Kamchatka Aviation Enterprise sem hvarf af ratsjá í morgun á Kamchatka-skaganum er flugvélin var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Flugvélin sem var af gerðinni Antonov An-26 var í áætlunarflugi frá Petropavlovsk-Kamchatsky til bæjarins Palana með 22 farþega innanborðs auk sex manna áhafnar.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum í þoku og slæmu skyggni þegar samband við vélina rofnaði og hófst leit að henni eftir að í ljós kom að hún hafði ekki lent á neinum flugvelli.

Leit hefur staðið yfir bæði á landi og á sjó og hefur verið leitað á báðum aðflugssvæðum að sitthvorum flugbrautarendanum en viðbragðsaðilar móttóku dauf merki frá neyðarsendi vélarinnar.

Flak flugvélarinnar fannst skömmu síðar við ströndina í um 10 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum í Palana og kom í ljós að vélin hafði brotlent mjög ofarlega á bjargbrún í klettum við ströndina og hefur brak úr flugvélinni fundist í sjónum.

Fyrstu myndir af slysstað sem teknar voru úr björgunarþyrlu sem tók þátt í leitinni

Samband við flugvélina rofnaði klukkan 15:00 að staðartíma eða klukkan 3:00 í nótt að íslenskum tíma þegar flugvélin var að koma inn á lokastefnu að brautinni.

Fram kemur að samkvæmt veðurupplýsingum hafi verið skýjað í 1.000 fetum yfir sjávarmáli við ströndina og alskýjað í 2.400 fetum en engar upplýsingar eru til staðar frá flugvellinum sjálfum.

Ekki er talið að neinn af þeim 28 sem voru um borð í flugvélinni hafi komist lífs af en rannsókn á orsök slyssins er nú þegar hafin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að flugvél ferst í sama aðflugi að flugvellinum í Palana en árið 2012 brotlenti flugvél af gerðinni Antonov An-28 á sömu slóðum á bjargbrúninni þegar hún var í aðflugi eftir áætlunarflug frá sömu borg. Um borð í því flugi voru 14 manns og komust fjórir lífs af en í ljós kom að flugmenn vélarinnar höfðu neytt áfengis fyrir flugið.  fréttir af handahófi

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

Ryanair yfirgefur London Southend flugvöllinn

9. ágúst 2021

|

Ryanair hefur ákveðið að hætta að fljúga um Southend-flugvöllinn í London en stjórn flugvallarins reynir nú að sannfæra lágfargjaldafélagið írska um að halda áfram að fljúga um völlinn í stað þess a

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00