flugfréttir

Air Astana fer í mál við Embraer

8. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 17:16

Embraer-þotur í flota Air Astana

Flugfélagið Air Astana hefur höfðað mál gegn brasilíska flugvélaframleiðandanum Embraer eftir að félagið gat ekki notað nokkrar af nýju Embraer E190-E2 þotunum sem félagið hafði tekið á leigu sem varð til þess að þoturnar voru kyrrsettar á jörðu niðri.

Fram kemur að nokkrar tæknilegar bilanir hafi gert vart við sig og þar á meðal þegar þoturnar voru á flugi sem varð til þess að farþegar voru í hættu að sögn félagsins en umrædd atvik áttu sér stað í desember í fyrra.

Air Astana segir að Emrbaer E2 þotan innihaldi nokkra galla á borð við ófullnægilega útfærslu á nokkrum á stjórntækjum auk þess sem lítil sem engin greinargerð er til staðar sem aðskilur muninn á E2 og hefðbundinni útgáfu á Embraer-þotunum auk þess sem fjölmörg fleiri atriði eru talin upp.

Air Astana segir að nokkrum sinnum hafi komið upp atvik um borð sem rekja má til hönnunargalla og hafi sum af þeim verið alvarleg atvik. Meðal atvika sem talin eru upp er atvik sem átti sér stað þann 22. júní árið 2019 er villa kom fram í hugbúnaði í skjákerfi vélarinnar en tilraun til að lagfæra það varð til þess að „bleed air“ kerfi vélarinnar slökkti á sér sem varð til þess að loftþrýstingur um borð féll niður. Þá segir flugfélagið að Embraer hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu eða sent frá sér viðvörun í kjölfar þess atviks.

Annað atvik átti sér stað þann 26. september í fyrra í innanlandsflugi í Kazakhstan en þá kom upp viðvörunarljós um reyk í rafkerfarými vélarinnar (electronic bay). Flugmennirnir fóru eftir gátlista varðandi neyðarviðbrögð við slíku og var slökkt á rafbúnaði um borð sem varð til þess að ástreymishverfill (ram air turbine) virkjaðist.

Fram kemur að í því atviki hafi flugmennirnir neyðst til þess að lenda með enga veðurratsjá, enga hliðarvindsviðvörun, með slökkt á árekstrarvara (TCAS), með enga sjálfvirka eldsneytisinngjöf (autothrottle) og engan möguleika á því að færa eldsneyti á milli tanka.

Air Astana ákvað að kyrrsetja allan Embraer E2 flotann þann 15. desember í fyrra en félagið hefur fimm slíkar þotur í flotanum. Þann 25. maí sl. ákváðu flugmálayfirvöld í Kazakhstan að hefja formlega rannsókn á E2-þotunum en í dag eru þær aftur komnar í notkun hjá Air Astana.

Air Astana fer fram á skaðabætur upp á 1.4 milljarða króna en Embraer segir um þvætting að ræða og ætlar framleiðandinn að leitar réttar síns og telur ásakanir Air Astana óheiðarlegar og er bent á að ekkert annað flugfélag hafi lent í sambærilegum vandræðum með sínar Embraer E2 þotur.  fréttir af handahófi

GE Aviation afhendir síðasta CF-6-80E1 hreyfilinn

11. október 2021

|

Hreyflaframleiðandinn GE Aviation hefur afhent síðasta CF-6-80E1 hreyfilinn en afhendingin markar endalok framleiðslu hreyfilsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Risaþotur British Airways snúa aftur í háloftin í nóvember

4. október 2021

|

British Airways hefur tilkynnt að félagið stefni á að hefja aftur áætlunarflug með risaþotunum Airbus A380 í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda