flugfréttir

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

- Bað hávaxnari flugvirkjann að koma pinnanum fyrir

14. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

Mynd af flugvélinni eftir atvikið á Heathrow-flugvellinum þann 18. júní síðastliðinn

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heathrow-flugvellinum í London þann 18. júní síðastliðinn en verið var að undirbúa þotuna fyrir áætlunarflug með frakt til Frankfurt.

Í skýrslunni segir að atvikið er rakið til þess að öryggispinni („remove before flight pin“) hafði verið settur í vitlaust gat. Fram kemur að yfirflugvirki hafi verið í flugstjórasætinu með fartölvu að eyða út villukóða en fram kom að til þess að framkvæma þá aðgerð hafi verið nauðsynlegt að virkja vökvakerfisþrýsting til þess að færa skaftið í stjórnklefanum sem tekur hjólin upp eftir flugtak og setur þau niður fyrir lendingu.

Þegar það kom í ljós að þess var þörf bað hann tvo aðra flugvirkja að koma fyrir öryggispinnum fyrir í öll hjólastellin þrjú á flugvélinni og sjá til þess að allir hlaðmenn myndi færa sig frá og færa öll ökutæki og annan búnað. Annar flugvirkinn, sem var lágvaxnari en hinn, vissi nákvæmlega hvar rétta gatið var fyrir pinnann þegar kom að nefhjólinu en hefði þurft tröppur til þess að ná í gatið.

Í staðinn bað hann hávaxnari flugvirkjann um að koma pinnanum fyrir og benti honum á rétta gatið en sá flugvirki setti pinnann óvart í vitlaust gat á nefhjólastellinu.

Skýringarmynd sem sýnir hvar rétta gatið er fyrir „nose gear lock pin“

Lágvaxnari flugvirkinn fór um borð og inn í stjórnklefann eftir að búið var að koma öllum pinnum fyrir og hafði hann einnig gengið í kringum öll hjólastellin til þess að staðfesta að hann sæi alls staðar rauðu flögginn á pinnunum sem á stendur „remove before flight“. Lét hann yfirflugvirkjann vita að allir pinnar væru komnir á sinn stað.

Því næst hófst yfirflugvirkinn handa við að framkvæma aðgerðina og ræsti vökvakerfi vélinnar. Eftir að þrýstingur kom á færði hann skaptið („landing gear lever“) upp og samstundist féll nefhluti vélarinnar ofan í jörðina.

Við atvikið urðu skemmdir á nefhjólahlerum, hreyflahlífum auk þess sem skemmdur urðu á báðum dyrunum þar sem stigabíll var við innganginn að framan.

Einn hlaðmaður, sem var ofan á bretti á fraktökutæki en staðsettur undir frakthurðinni, hlaut minniháttar áverka auk flugmanns sem sat í hægra sæti í stjórnklefanum. Þrír starfsmenn sem voru inni í flugvélinni að framanverðu duttu í gólfið en þá sakaði ekki.  fréttir af handahófi

LATAM pantar 28 Airbus A320neo þotur til viðbótar

6. ágúst 2021

|

Flugfélagið LATAM í Suður-Ameríku hefur gert samkomulag við Airbus um pöntun á 28 farþegaþotum til viðbótar af gerðinni Airbus A320neo.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00