flugfréttir

Fara fram á 50 prósent nýtni á lendingarplássum

- IATA fordæmir nýjar kröfur frá Evrópusambandinu

26. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:29

Evrópusambandið fer fram á að flugfélög verði að nýta sér að minnsta kosti helminginn af þeim plássum sem þeim er úthlutað í vetur

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) fordæma harðlega nýjustu yfirlýsingar frá Evrópusambandinu þar sem farið er fram á að flugfélög verði í vetur að nýta sér að minnsta kosti 50% af þeim lendingarplássum sem þau hafa til umráða á evrópskum flugvöllum ef þau ætli að viðhalda rétti sínum til þess að hafa afnot af plássunum.

IATA segir að þessi yfirlýsing sé í engum tengslum við raunveruleikann þar sem það er langt frá því að flugfélögin séu komin með nægilega mikil umsvif vegna þeirra áhrifa sem að heimsfaraldurinn hefur haft og sé eftirspurnin eftir flugi ekki komin á það stig ennþá og sérstaklega ekki yfir vetrartímann.

IATA telur að eftirspurn eftir millilandaflugi muni fyrir lok þessa árs ná 34% af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á og þá á eftirspurnin eftir minnka yfir vetrartímann eins og gengur og gerist.

Þá kemur fram að mismunandi og síbreytilegar sóttvarnarreglur og ferðatakmarkanir í hverju Evrópulandi fyrir sig geri það að verkum að mjög erfitt sé fyrir flugfélög að sjá fram á hvað er í vændum er kemur að farþegafjölda og segir IATA að farþegafjöldinn sé ekki orðin það mikill að hægt sé að stóla á fljúga það margar flugferðir að það nái lágmarkskröfu um nýtni á plássum.

Krafa Evrópusambandsins um 50% nýtni á lendingarplássum á að gilda frá nóvember 2021 fram í apríl 2022 en ef flugfélögin ná ekki að nýta helminginn af þeim gætu þau átt hættu á að missa plássin.

„Enn og aftur hefur Evrópusambandið sýnt fram á að þau eru ekki í takt við þann raunveruleika sem er í gangi. Flugiðnaðurinn er ennþá staddur í mestu krísu sem dunið hefur yfir í sögu flugsins“, segir Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA).  fréttir af handahófi

Eiga von á pöntun í 70 Boeing 737 MAX þotur um helgina

11. nóvember 2021

|

Boeing á von á pöntun á næstu dögum frá nýju flugfélagi sem verið er að stofna á Indlandi sem hyggst panta 70 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Airbus undirbýr aukin afköst á ný eftir COVID-19

28. október 2021

|

Flugvélaframleiðandinn Airbus stefnir á að auka afkastagetuna og framleiðslu á farþegaþotum en framleiðsluhraðinn dróst saman í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Þrjár breytingaverksmiðjur í bígerð fyrir Boeing 737-800BCF

15. nóvember 2021

|

Boeing hefur tilkynnt um áform um að setja upp þrjár breytingarverksmiðjur í Ameríku og í Evrópu þar sem Boeing 737-800 þotum verður breytt í 737-800BCF fraktþotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.