flugfréttir

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

- Lengsta sólarorkuflug með fjöldaframleiddri rafmangsflugvél

27. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:08

Pipistrel flugvélin við sólarorkuhleðslustöð í Kaliforníu

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðinni sem buðu upp á sólarhleðslustöðvar.

Flugið var skipulagt af fyrirtækinu Beam Global í San Diego í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í lausnum fyrir rafknúin farartæki en fyrirtækið hefur meðal annars unnið að því að koma upp hleðslustöðvum á flugvöllum vestanhafs þar sem rafmagnsflugvélar geta komið við og hlaðið rafhlöður sínar.

Flugvélin sem notuð var fyrir heimsmetið er af gerðinni Pipistrel Alpha Electro og flaug flugvélin alls 227 mílur (420 kílómetra) og hóf flugvélin sig á loft frá flugvellinum í Fresno í Kaliforníu að morgni 14. júlí. Flugvélin hafði viðkomu á flugvöllum í bæjunum Madera, Merced, Modesto og Lodi áður en hún flaug sömu leið til baka til Fresno og lenti þar daginn eftir, þann 15. júlí.

Sérstökum sólarorkuhleðslustöðvum var komið fyrir á þeim flugvöllum þar sem flugvélin hafði viðkomu til þess að láta flugið verða að veruleika.

Desmond Wheathley, framkvæmdarstjóri Beam Global, óskar flugmanninum Joseph Oldham, til hamingju eftir flugið við komuna til Fresno

Það var flugmaðurinn Joseph Oldham, stofnandi og framkvæmdarstjóri New Vision Aviation sem flaug rafmangsflugvélinni en samtökin hans hafa unnið að því að undanförnu að byggja upp vistvænt flug og hefur hann meðal annars komið að því að innleiða rafmagnsorkutæknina fyrir kennsluflug í miðhluta Kaliforníu.

„Það eru yfir 20.000 einka- og almannaflugvellir í Bandaríkjunum og við viljum leggja okkar að mörkum til þess að stuðla að hreinni og vistvænni orku og er markmiðið að bjóða upp á fría hleðsluþjónustu á þessum flugvöllum“, segir Desmond Wheathley, framkvæmdarstjóri Beam Global.

Joseph Oldham segir að markmiðið með þessu flugi hafi fyrst og fremst verið að vekja athygli á nauðsyn þess að koma á fót hreinum orkugjafa fyrir samgöngur og sýna fram á hvaða möguleikar eru í boði nú þegar.  fréttir af handahófi

Lufthansa lætur breyta tveimur A321 þotum í fraktþotur

7. júlí 2021

|

Lufthansa Cargo hefur ákveðið að breyta tveimur Airbus A321 farþegaþotum í fraktþotur sem verða sérstaklega ætlaðar til þess að flytja vörur milli áfangastaða í Evrópu sem keyptar hafa verið í netve

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Flugskóli Reykjavíkur semur um kaup á rafmagnsflugvélum

30. ágúst 2021

|

Flugskóli Reykjavíkur hefur gert samning um kaup á þremur eFlyer kennsluflugvélum en með kaupunum brýtur skólinn blað í sögu flugkennslu á Íslandi þar sem í fyrsta sinn verður nemendum boðin kennsla á

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00