flugfréttir
Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku
- Lengsta sólarorkuflug með fjöldaframleiddri rafmangsflugvél

Pipistrel flugvélin við sólarorkuhleðslustöð í Kaliforníu
Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðinni sem buðu upp á sólarhleðslustöðvar.
Flugið var skipulagt af fyrirtækinu Beam Global í San Diego í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í lausnum fyrir rafknúin farartæki
en fyrirtækið hefur meðal annars unnið að því að koma upp hleðslustöðvum á flugvöllum vestanhafs þar
sem rafmagnsflugvélar geta komið við og hlaðið rafhlöður sínar.
Flugvélin sem notuð var fyrir heimsmetið er af gerðinni Pipistrel Alpha Electro og flaug flugvélin
alls 227 mílur (420 kílómetra) og hóf flugvélin sig á loft frá flugvellinum í Fresno í Kaliforníu að morgni
14. júlí.
Flugvélin hafði viðkomu á flugvöllum í bæjunum Madera, Merced, Modesto og Lodi áður en hún
flaug sömu leið til baka til Fresno og lenti þar daginn eftir, þann 15. júlí.
Sérstökum sólarorkuhleðslustöðvum var komið fyrir á þeim flugvöllum þar sem flugvélin hafði
viðkomu til þess að láta flugið verða að veruleika.

Desmond Wheathley, framkvæmdarstjóri Beam Global, óskar flugmanninum Joseph Oldham, til hamingju eftir flugið við komuna til Fresno
Það var flugmaðurinn Joseph Oldham, stofnandi og framkvæmdarstjóri New Vision Aviation sem
flaug rafmangsflugvélinni en samtökin hans hafa unnið að því að undanförnu að byggja upp
vistvænt flug og hefur hann meðal annars komið að því að innleiða rafmagnsorkutæknina fyrir kennsluflug
í miðhluta Kaliforníu.
„Það eru yfir 20.000 einka- og almannaflugvellir í Bandaríkjunum og við viljum leggja okkar að mörkum
til þess að stuðla að hreinni og vistvænni orku og er markmiðið að bjóða upp á fría hleðsluþjónustu á
þessum flugvöllum“, segir Desmond Wheathley, framkvæmdarstjóri Beam Global.
Joseph Oldham segir að markmiðið með þessu flugi hafi fyrst og fremst verið að vekja athygli
á nauðsyn þess að koma á fót hreinum orkugjafa fyrir samgöngur og sýna fram á hvaða möguleikar
eru í boði nú þegar.


1. apríl 2022
|
Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

3. maí 2022
|
Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm