flugfréttir

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

- Verða komin með fimmtán Dreamliner-þotur í rekstur

3. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:27

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði gert leigusamning við Norse Atlantic Airways um 15 Dreamliner-þotur

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Einn af stofnendum Norse Atlantic Airways er Björn Kjos, stofnandi Norwegian, en félagið stefnir á að fljúga fyrstu áætlunarflugferðirnar síðar á þessu ári eða í byrjun ársins 2022.

Nýja flugfélagið ætlar að fylla í það skarð sem Norwegian skildi eftir sig er það félag ákvað að hætta að fljúga yfir Atlantshafið milli Evrópu og Bandaríkjanna en Norse Atlantic Airways hefur engin tengsl við Norwegian eða önnur flugfélag og er félagið stofnað frá grunni.

Flest bendir hinsvegar til þess að flugfélagið nái ekki að hefja sig til flugs á þessu ári þar sem ferðatakmarkanir eru enn í gildi á milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Þrátt fyrir ástandið í flugheiminum þá hefur Norse Atlantic Airways ekki látið árferðið stöðva áætlanir sínar en félagið samdi um leigu í mars við flugvélaleiguna AerCap um leigu á níu Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-8 og Boeing 787-9 sem allar voru áður í flota Norwegian en afhendingar eiga að hefjast árið 2022.

Í gær tilkynnti stjórn félagsins að búið sé að ganga frá leigusamning við flugvélaleiguna BOC Aviation í Singapore um sex Dreamliner-þotur til viðbótar sem þýðir að Norse Atlantic Airways á því von á að vera komið með 15 Dreamliner-þotur í rekstur á næstu misserum.  fréttir af handahófi

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

Vilja gera Sádí-Arabíu að einni stærstu tengiflugsmiðstöð heims

5. júlí 2021

|

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ákveðið að taka stórt skref í því að efla ferðamannaiðnaðinum þar í landi til þess að laða að fleiri ferðamenn og verður einn stærsti liðurinn í því stofnun nýs flugfél

Undirbúa notkun á tveimur flugbrautum á Gatwick

26. ágúst 2021

|

Gatwick-flugvöllurinn í London hefur tekið formlega ákvörðun um að hefja í náinni framtíð tveggja flugbrauta starfsemi með því að taka í notkun norðurbrautina á flugvellinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00