flugfréttir

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Tölvugerð mynd af rafmangsflugvélinni Eviation Alice í litum vöruflutningarisans DHL Express

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Flugvélarnar verða notaðar til þess að fljúga smáar vörur frá stórum flugvöllum til smærri bæja í innanlandsdreifikerfi félagsins í Bandaríkjunum.

Flugvélarnar, sem nefnast Eviation Alice, geta borið allt að 1.1 tonn af frakt og flogið í beinu flugi yfir 900 kílómetra með hraða upp á 400 km/klst sem samsvarar 220 hnútum (knots).

Pöntunin er hluti af stefnu DHL Express sem er að draga úr kolefnalosun í fraktflugi á næstu árum og auka hagræðingu en Eviation Alice rafmangsflugvélarnar munu leysa af hólmi minni flugvélar sem hafa þjónað sambærilegum tilgangi undanfarin ár.

Eviation er sprotafyrirtæki sem einblínir á framleiðslu á rafmangsflugvélum bæði fyrir fraktflug og farþegaflug og hefur fyrirtækið höfuðstöðvar sínar í Washington-fylki í Bandaríkjunum.

Hleðslutími á Eviation Alice flugvélinni er um hálftími eða svipaður tími og það tekur að setja eldsneyti á þær flugvélar sem DHL Express hefur í flotanum sem munu víkja fyrir rafmangsflugvélunum.

DHL Express mun fá fyrstu Eviation Alice flugvélarnar afhentar árið 2024

Stefnt er á að DHL Express geti farið að nota Eviation Alice flugvélarnar árið 2024 og mun tilgangur þeirra að mestu leyti verða að koma vörum til skila til neytenda sem hafa pantað vörur á netinu erlendis frá.

Samkeppnisaðilinn UPS (United Parcel Service) hefur einnig gert samning um pöntun í sambærilega rafmangsflugvél sem nefnist EVAs sem er í þróun hjá fyrirtækinu Beta Technologies en sú flugvélategund kom einnig til greina hjá DHL Express.  fréttir af handahófi

Framleiðsluafköstin á 737 MAX komin í 31 þotu á mánuði

13. júlí 2022

|

Boeing segir að framleiðsluafköstin við smíði Boeing 737 MAX þotnanna sé komin upp í 31 þotu á mánuði auk þess sem framleiðandinn afhenti 51 þotu af þessari gerð í síðasta mánuði og hafa eins margar

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Cargolux pantar Boeing 777-8F

21. júlí 2021

|

Fraktflugfélagið Cargolux hefur lagt inn pöntun í Boeing 777-8F fraktþotur en tilkynnt var um pöntunina á Farnborough-flugsýningunni sem fram fer þessa daganna á Englandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00