flugfréttir

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Tölvugerð mynd af rafmangsflugvélinni Eviation Alice í litum vöruflutningarisans DHL Express

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Flugvélarnar verða notaðar til þess að fljúga smáar vörur frá stórum flugvöllum til smærri bæja í innanlandsdreifikerfi félagsins í Bandaríkjunum.

Flugvélarnar, sem nefnast Eviation Alice, geta borið allt að 1.1 tonn af frakt og flogið í beinu flugi yfir 900 kílómetra með hraða upp á 400 km/klst sem samsvarar 220 hnútum (knots).

Pöntunin er hluti af stefnu DHL Express sem er að draga úr kolefnalosun í fraktflugi á næstu árum og auka hagræðingu en Eviation Alice rafmangsflugvélarnar munu leysa af hólmi minni flugvélar sem hafa þjónað sambærilegum tilgangi undanfarin ár.

Eviation er sprotafyrirtæki sem einblínir á framleiðslu á rafmangsflugvélum bæði fyrir fraktflug og farþegaflug og hefur fyrirtækið höfuðstöðvar sínar í Washington-fylki í Bandaríkjunum.

Hleðslutími á Eviation Alice flugvélinni er um hálftími eða svipaður tími og það tekur að setja eldsneyti á þær flugvélar sem DHL Express hefur í flotanum sem munu víkja fyrir rafmangsflugvélunum.

DHL Express mun fá fyrstu Eviation Alice flugvélarnar afhentar árið 2024

Stefnt er á að DHL Express geti farið að nota Eviation Alice flugvélarnar árið 2024 og mun tilgangur þeirra að mestu leyti verða að koma vörum til skila til neytenda sem hafa pantað vörur á netinu erlendis frá.

Samkeppnisaðilinn UPS (United Parcel Service) hefur einnig gert samning um pöntun í sambærilega rafmangsflugvél sem nefnist EVAs sem er í þróun hjá fyrirtækinu Beta Technologies en sú flugvélategund kom einnig til greina hjá DHL Express.  fréttir af handahófi

Air Astana fer í mál við Embraer

8. júlí 2021

|

Flugfélagið Air Astana hefur höfðað mál gegn brasilíska flugvélaframleiðandanum Embraer eftir að félagið gat ekki notað nokkrar af nýju Embraer E190-E2 þotunum sem félagið hafði tekið á leigu sem va

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Þota frá Qantas fór í loftið með öryggispinna í hjólastelli

5. júlí 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) rannsakar nú atvik sem átti sér stað er gleymdist að fjarlægja pinna af aðalhjólastelli á Boeing 787-9 þotu frá Qantas sem varð til þess að flugmennirnir náðu ek

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00