flugfréttir

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

- Taka Airbus A330 þotur úr langtímageymslu til að fylla í skarðið

5. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:07

Airbus A350-900 þota frá Qatar Airways

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Ástæðan er sögð vegna hættu á þeim möguleika á að klæðning á skrokk vélanna sé að tærast og brotna niður mjög hratt og hefur verið farið fram á að þoturnar fljúgi ekki meira í augnablikinu.

Talið er að það sé ástæðan fyrir því að Qatar Airways sótti í skyndi nokkrar Airbus A330-300 farþegaþotur úr geymslu sem höfðu verið teknar úr umferð vegna heimsfaraldursins til þess að fylla í skarð þeirra Airbus A350 þotna sem þurfa að gangast undir skoðun og lagfæringu.

Qatar Airways hefur 34 þotur í flota sínum af gerðinni Airbus A350-900 og nítján af gerðinni A350-1000.

Í yfirlýsingu frá Qatar Airways segir að flugfélagið vinni í samstarfi við flugmálayfirvöld til þess að tryggja öryggi farþega og kemur fram að 13 þotur hafi verið teknar úr umferð að beiðni flugmálayfirvalda.

Qatar Airways gerir ráð fyrir að Airbus sé að vinna í málinu og komast að rót vandans auk þess sem framleiðandinn þarf að koma með lausn svo hægt sé að lagfæra klæðningarnar og sjá til þess að nýjar Airbus A350 þotur, sem verða afhentar til flugfélagsins á næstunni, verði í lagi hvað þetta varðar.  fréttir af handahófi

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

Lufthansa býr sig undir verkfalls meðal flugmanna

29. ágúst 2022

|

Þýska flugfélagið Lufthansa undirbýr sig nú fyrir verkfallsaðgerðir meðal flugmanna eftir að fjögurra daga kjaraviðræður milli stjórnar félagsins og starfsmannafélagsins Vereinigung Cockpit fóru út u

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00