flugfréttir

Fyrsta rafmagnsflugvélin frá Embraer flýgur sitt fyrsta flug

16. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:44

Rafmagnsflugvélin EMB-203 Ipanema frá Embraer

Fyrsta rafmagnsflugvélin sem brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur framleitt hefur flogið sitt fyrsta flug en flugvélin nefnist EMB-203 Ipanema.

Fyrsta tilraunaflugið var flogið frá flugvellinum í Gaviao Peixoto í Brasilíu en í yfirlýsingu frá Embraer kemur fram að þar sem heimsfaraldurinn fer að lýða undir lok mun framleiðandinn byrja að snúa sér aftur að þeim áskorunum sem hann stóð frammi fyrir sem er að einblína á framtíðarstefnu í fluginu er kemur nýjum orkugjöfum.

Fyrir lok síðasta árs tilkynnti Embraer um samstarf við brasilíska orkufyrirtækið EDP um þróun á rafmagnsflugvél og var stefnan að fyrsta flugið myndi eiga sér stað á þessu ári.

Tilraunaflugið fór fram á Gaviao Peixoto flugvellinum í Brasilíu

Í fyrsta fluginu voru framkvæmdar prófanir með rafmagnsmótorinn, rafhlöður og hleðslu, ofhitnun rafkerfis á flugi auk annarra atriða. Rafmótorinn var framleiddur af brasilíska fyrirtækinu WEG og EDP sá um að þróa rafhlöðuna.

Embraer sér fyrir sér að mögulega væri hægt að nota blandaða orkugjafa fyrir minni farþegaþotur á næstu árum og þróa E-þoturnar með þeim hætti að þær verða knúnar áfram fyrir blöndu af vetni og raforku í náinni framtíð en Embraer setur stefnuna á kolefnislaust flug fyrir árið 2050.  fréttir af handahófi

Ryanair yfirgefur London Southend flugvöllinn

9. ágúst 2021

|

Ryanair hefur ákveðið að hætta að fljúga um Southend-flugvöllinn í London en stjórn flugvallarins reynir nú að sannfæra lágfargjaldafélagið írska um að halda áfram að fljúga um völlinn í stað þess a

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Nýtt flugfélag hætti starfsemi eftir aðeins einn dag í rekstri

9. ágúst 2021

|

Nýtt flugfélag á Kanaríeyjum hefur hætt starfsemi sinni tímabundið eftir að hafa aðeins flogið áætlunarflug í einn dag sem var fyrsti dagur félagsins en félagið ákvað fimm dögum síðar að fresta öllu f

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda