flugfréttir

Flugfélagið ITA tekur við af Alitalia í október

17. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 21:58

Fyrsta áhöfnin hjá ITA (Italia Trasporto Aereo) í fyrsta vottunarferlisfluginu

Það styttist óðum í að skipt verður um flugfélag á Ítalíu þegar ríkisflugfélagið Alitalia mun víkja fyrir nýja flugfélaginu ITA (Italia Trasporto Aereo) sem hefur starfsemi sína í haust.

Nýja flugfélagið er þegar farið að taka á sig mynd og er vonast til þess að ítölsk flugmálayfirvöld gefi á næstunni út flugrekstarleyfi fyrir ITA en flugfélagaskiptin mun eiga sér stað þann 15. október ef allt gengur eftir áætlun.

Ríkisstjórn Ítalíu vinnur náið með Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins til þess að sjá um að flugfélagaskipin verði í samræmi við evrópskar reglugerðir en ítalska ríkið hefur þegar tekið frá 100 milljónir evra (14 milljarða króna) sem Alitalia mun nota til þess að endurgreiða þeim farþegum sem hafa bókað flug með félaginu eftir að það hættir starfsemi þegar ITA hefur áætlunarflug.

Nú þegar er búið að færa tvær þotur, eina af gerðinni Airbus A320 og eina Airbus A330 breiðþotu, úr flota Alitalia yfir í flota ITA og fara nú fram vottunarflug með áhöfn nýja flugfélagsins.

Merki nýja flugfélagsins, ITA (Italia Trasporto Aereo)

Þá er verið að undirbúa tímabundna vefsíðu sem mun fara í loftið fljótlega og hefst farmiðasala um leið og flugrekstarleyfið hefur verið gefið út.

ITA mun kaupa ýmsar eignir frá Alitalia er snýr að daglegum flugrekstri en nýja flugfélagið þarf að koma með tilboð í þann hluta Alitalia sem snýr að flugvallarþjónustu og viðhaldi á flugvélum.

Þá kemur fram að ITA þarf einnig að sækja um sérstaklega um leyfi til þess að nota markaðsímynd og merki Alitalia ef þess verður óskað og einnig sækja um leyfi til þess að nota kallmerki gamla félagsins sem er AZ.  fréttir af handahófi

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Tvö tilboð bárust í viðbyggingar á Akureyrarflugvelli

4. nóvember 2021

|

Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna. Tilboð Húsheildar hljóðar upp á

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.