flugfréttir

Flugskóli Reykjavíkur semur um kaup á rafmagnsflugvélum

30. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:10

eFlyer rafmagnsflugvélin frá Bye Aerospace

Flugskóli Reykjavíkur hefur gert samning um kaup á þremur eFlyer kennsluflugvélum en með kaupunum brýtur skólinn blað í sögu flugkennslu á Íslandi þar sem í fyrsta sinn verður nemendum boðin kennsla á flugvélum sem ganga fyrir rafmagni eingöngu.

Innleiðing eFlyer í flota flugskólans eru einnig mikilvæg tímamót í orkuskiptum hér á landi og marka upphaf að nýrri og umhverfisvænni framtíð í kennslu til flugs. Flugvélarnar sem um ræðir eru framleiddar af Bye Aerospace (USA) og eru af tvennum toga. Annars vegar tvennum eFlyer 2, sem eru tveggja sæta, og hinsvegar einni eFlyer 4, sem er fjögurra sæta kennsluflugvél.

Að auki standa viðræður yfir um samning að kauprétt á tveimur flugvélum í viðbót sem verða kynntar síðar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls á framleiðslu þeirra fyrir almennan markað. Bye Aerospace hefur með hönnun sinni tekið algera forystu á þessum markaði með því að tryggja 3 klukkustunda flugþol sem er langt umfram helstu samkeppnisaðila á markaði, sem flestir ná u.þ.b. einni klukkustund.

Árangur Bye Aerospace hefur hlotið mikla athygli og pantanir í vélar þeirra nema hundruðum. Áætlaður afhendingartími er eftir tvö til þrjú ár sem þykir stuttur tími á þessum nýja og spennandi markaði.

Mikið hagræði felst í notkun rafmagnsflugvéla til kennslu. Rafmagnsmótorar geta skilað hlutfallslega miklu afli og mun eFlyer 2 t.d. skila 150hp/110kwm sem er um 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki.

Mestu munar að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn sem hefur í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði sem áætlað er að verði eingöngu um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla sem nota hefðbundið eldsneyti. Umhverfisáhrifin eru augljóslega afar jákvæð, þar sem kolefnisfótspor við notkun hinna nýju kennsluvéla verður ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt.

Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur

Sem kennslutæki eru eFlyer vélarnar í fremstu röð. Þær eru búnar öllu því besta sem völ er á í stjórntækjum og siglingabúnaði en mestu nýmælin eru þau að vélarnar eru búnar fallhlífum sem eru áfastar við skrokk þeirra. Hægt er að sleppa hlífunum með einu handtaki og svífur hún þá örugg til jarðar. Þetta er nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og eykur öryggi nemanda til muna.

“Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað. Með hinum nýju vélum verður Flugskóli Reykjavíkur leiðandi á sínu sviði og mun með stolti geta boðið upp á fyrsta flokks búnað til þjálfunar og kennslu. Aukið öryggi, lægri kostnaður og umhverfisvænni valkostur mun verða leiðarstef í þjónustu okkar við flugmenn framtíðarinnar”, segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur.

Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur skólinn lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Fjöldi nemanda hafa tekið sín fyrstu skref hjá skólanum og lokið þar grunnréttindum en þjónusta við reynslumeiri flugmenn er einnig snar þáttur í starfseminni s.s. vegna upprifjunarnámskeiða og endurnýjun réttinda.

Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem 5 kennsluvélar skólans eru staðsettar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur starfsemi skólans vaxið hratt. Jákvæðar móttökur hafa hraðað langtímaáformum um að útvíkka þá þjónustu sem í boði er og leggur skólinn nú lokahönd á undirbúning til kennslu atvinnuflugmannsnáms.

Markmið Flugskóla Reykjavíkur er að vera áfram í fremstu röð í flugkennslu á Íslandi, líkt og innleiðing nýrra rafmagnsflugvéla ber með sér.  fréttir af handahófi

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn

26. október 2021

|

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn á næstu sex mánuðum þar sem félagið sér fram á mikla útrás í kjölfar þess að heimsfaraldurinn fer að líða undir lok.

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.