flugfréttir

Flugskóli Reykjavíkur semur um kaup á rafmagnsflugvélum

30. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:10

eFlyer rafmagnsflugvélin frá Bye Aerospace

Flugskóli Reykjavíkur hefur gert samning um kaup á þremur eFlyer kennsluflugvélum en með kaupunum brýtur skólinn blað í sögu flugkennslu á Íslandi þar sem í fyrsta sinn verður nemendum boðin kennsla á flugvélum sem ganga fyrir rafmagni eingöngu.

Innleiðing eFlyer í flota flugskólans eru einnig mikilvæg tímamót í orkuskiptum hér á landi og marka upphaf að nýrri og umhverfisvænni framtíð í kennslu til flugs. Flugvélarnar sem um ræðir eru framleiddar af Bye Aerospace (USA) og eru af tvennum toga. Annars vegar tvennum eFlyer 2, sem eru tveggja sæta, og hinsvegar einni eFlyer 4, sem er fjögurra sæta kennsluflugvél.

Að auki standa viðræður yfir um samning að kauprétt á tveimur flugvélum í viðbót sem verða kynntar síðar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls á framleiðslu þeirra fyrir almennan markað. Bye Aerospace hefur með hönnun sinni tekið algera forystu á þessum markaði með því að tryggja 3 klukkustunda flugþol sem er langt umfram helstu samkeppnisaðila á markaði, sem flestir ná u.þ.b. einni klukkustund.

Árangur Bye Aerospace hefur hlotið mikla athygli og pantanir í vélar þeirra nema hundruðum. Áætlaður afhendingartími er eftir tvö til þrjú ár sem þykir stuttur tími á þessum nýja og spennandi markaði.

Mikið hagræði felst í notkun rafmagnsflugvéla til kennslu. Rafmagnsmótorar geta skilað hlutfallslega miklu afli og mun eFlyer 2 t.d. skila 150hp/110kwm sem er um 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki.

Mestu munar að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn sem hefur í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði sem áætlað er að verði eingöngu um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla sem nota hefðbundið eldsneyti. Umhverfisáhrifin eru augljóslega afar jákvæð, þar sem kolefnisfótspor við notkun hinna nýju kennsluvéla verður ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt.

Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur

Sem kennslutæki eru eFlyer vélarnar í fremstu röð. Þær eru búnar öllu því besta sem völ er á í stjórntækjum og siglingabúnaði en mestu nýmælin eru þau að vélarnar eru búnar fallhlífum sem eru áfastar við skrokk þeirra. Hægt er að sleppa hlífunum með einu handtaki og svífur hún þá örugg til jarðar. Þetta er nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og eykur öryggi nemanda til muna.

“Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað. Með hinum nýju vélum verður Flugskóli Reykjavíkur leiðandi á sínu sviði og mun með stolti geta boðið upp á fyrsta flokks búnað til þjálfunar og kennslu. Aukið öryggi, lægri kostnaður og umhverfisvænni valkostur mun verða leiðarstef í þjónustu okkar við flugmenn framtíðarinnar”, segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur.

Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur skólinn lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Fjöldi nemanda hafa tekið sín fyrstu skref hjá skólanum og lokið þar grunnréttindum en þjónusta við reynslumeiri flugmenn er einnig snar þáttur í starfseminni s.s. vegna upprifjunarnámskeiða og endurnýjun réttinda.

Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem 5 kennsluvélar skólans eru staðsettar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur starfsemi skólans vaxið hratt. Jákvæðar móttökur hafa hraðað langtímaáformum um að útvíkka þá þjónustu sem í boði er og leggur skólinn nú lokahönd á undirbúning til kennslu atvinnuflugmannsnáms.

Markmið Flugskóla Reykjavíkur er að vera áfram í fremstu röð í flugkennslu á Íslandi, líkt og innleiðing nýrra rafmagnsflugvéla ber með sér.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga