flugfréttir
Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

Flugfloti Emirates á flugvellinum í Dubai
Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.
Emirates mun í næsta mánuði fljúga 80% af öllu því flugi sem félagið flaug til Bandaríkjanna og verður
tíðni aukin og áfangastöðum fjölgað því næst upp í 90 prósent fyrir jólin.
Mest verður tíðni aukin til New York og ætlar félagið að ná að fljúga 19 flugferðir á milli Dubai og John F. Kennedy
flugvallarins en þá verður einnig flugferðum fjölgað til Boston, Dallas, San Francisco, Seattle og Washington.
Með þessari áætlun mun Emirates fljúga 78 flugferðir á viku til Bandaríkjanna í október til tólf áfangastaða
og tveimur mánuðum síðar verður leiðarkerfið orðið það sama og árið 2019 áður en faraldurinn skall á.
Emirates segir að félagið mun ná að auka tíðnina með því að nota Airbus A380 risaþoturnar til flugsins
sem munu fljúga 24 flugferðir á viku til Bandaríkjanna í október en helmingurinn af risaþotufluginu
verður flug til New York og þá mun félagið aftur byrja að nota Airbus A380 til San Francisco frá og með
desember.


22. júlí 2022
|
Flugakademía Íslands mun heiðra Ernu Hjaltalín, mikinn frumkvöðul í íslenskri flugsögu, fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna eina af kennsluvélum skólans eftir Ernu

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

8. júlí 2022
|
Yfirmenn Boeing hafa varað við því að mögulega gæti farið svo að flugvélaframleiðandinn hætti við framleiðslu á Boeing 737 MAX 10, sem er lengsta útgáfa af MAX-þotunni, og er ástæðan sögð vera vegna a

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan