flugfréttir

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

- Þurfa fleiri flugmenn til að fljúga þeim þotum sem pantaðar hafa verið

22. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:44

Bhanu Choudhrie segir að eins og staðan er í dag þá væri ekki nægilegur fjöldi flugmanna til að fljúga öllum þeim þotum sem flugfélög hafa pantað

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Þetta segir Bhanu Choudhrie, framkvæmdarstjóri Alpha Aviation Group, sem starfrækir flugskóla og þjálfunarsetur bæði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einn stærsta flugskóla í suðausturhluta Asíu á Filippseyjum sem hefur þjálfað flugmenn fyrir Philippine Airlines, AirAsia, Cebu Pacific og Air Asia.

„Flugfélögin eru að halda áfram að panta nýjar flugvélar til að endurnýja flotann sinn og meðan þau eru að því þá þurfa þau fleiri flugmenn“, segir Choudhrie.

Choudhrie segir að flugfélög eru farin í auknu mæli að leita til hans og sýna fyrirtækinu afhendingaráætlunina sína og spyrja hvort hægt sé að hafa nægilega marga flugmenn tilbúnna fyrir þann tíma.

Tekur að minnsta kosti 24 mánuði að þjálfa nýja flugmenn frá grunni

Choudhrie segir að það taki frá 18 til 24 mánuði að þjálfa flugmenn frá grunni frá því að þeir stíga sín fyrstu skref í flugnámi og þar til að þeir útskrifast sem atvinnuflugmenn. Þetta þýðir að flugfélög þurfa að byrja strax að tryggja sér nýja flugmenn áður en þoturnar verða afhentar því án flugmanna þá verða þær aðeins kyrrsettar á jörðu niðri ef enginn er til þess að fljúga þeim.

Þá nefnir hann sem dæmi að varðandi nýja Airbus A321XLR þotu sem flugfélag hefur pantað að þá þurfi að minnsta kosti 18 flugmenn á hverja þotu. Vandamálið er hinsvegar að fjöldi þeirra flugmanna sem misstu starfið við upphaf heimsfaraldursins sé slíkur að ekki sé nægilegur fjöldi til staðar þegar uppgangurinn hefst á ný þar sem margir hafa hætt og sumir skipt um starfsvettvang.

Bæði í Asíu og í Bandaríkjunum blasir við töluverður skortur á flugmönnum næstu árin

Boeing telur að þörf sé á um 600.000 nýjum flugmönnum á næstu 20 árum en á þeim tíma munu flugfélög um allan heim taka við 43.600 nýjum þotum en spáð er að mest verður uppsveiflan í Asíu og sérstaklega á Indlandi.

Svipuðum skorti á flugmönnum er spáð einnig vestanhafs en Kit Darby, ráðgjafi í ráðningarmálum flugmanna í Bandaríkjunum, segir að minni flugfélög í Bandaríkjunum séu strax farin að finna fyrir skorti á flugmönnum. „Ef þessi minni flugfélög lenda í því að geta ekki fundið fleiri flugmenn þá geta þau ekki flogið farþegum frá minni bæjum og borgum til stærri flugvallanna og þá lenda stóru flugfélögin í vandamálum“, segir Darby.

Darby segir að skortur á flugmönnum var þegar farin að gera vart við sig fyrir heimsfaraldurinn þar sem flugfélög gátu ekki lengur tekið inn flugmenn í eins miklu mæli sem höfðu fengið þjálfun hjá flughernum auk þess sem mikill fjöldi eldri flugmanna voru að láta af störfum sökum aldurs og á sú tala eftir að hækka enn á næstu árum.

Spáð er að um 3.000 flugmenn eigi eftir að ná starfslokaaldri á hverju ári á milli áranna 2023 og 2026 í Bandaríkjunum og þarf því að fylla í það skarð næstu árin en þess má geta að um 5.000 flugmenn létu af störfum í beinum tengslum við COVID-19 við upphaf heimsfaraldursins árið 2020.

Bandarísk flugfélög eru þó farin að undirbúa sig fyrir uppsveifluna en Delta Air Lines ætlar sér að ráða um 1.000 flugmenn fyrir næsta sumar og þá hefur United Airlines fjárfest í sínum eigin flugskóla til þess að tryggja sér flugmenn næstu árin.  fréttir af handahófi

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

100 nýir flugvellir og 1.000 nýjar flugleiðir til 2025

23. ágúst 2021

|

Indverjar ætla sér að koma upp 100 nýjum flugvöllum og fjölga flugleiðum í áætlunarflugi um 1.000 á næstu fjórum árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda