flugfréttir

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

- Þurfa fleiri flugmenn til að fljúga þeim þotum sem pantaðar hafa verið

22. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:44

Bhanu Choudhrie segir að eins og staðan er í dag þá væri ekki nægilegur fjöldi flugmanna til að fljúga öllum þeim þotum sem flugfélög hafa pantað

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Þetta segir Bhanu Choudhrie, framkvæmdarstjóri Alpha Aviation Group, sem starfrækir flugskóla og þjálfunarsetur bæði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einn stærsta flugskóla í suðausturhluta Asíu á Filippseyjum sem hefur þjálfað flugmenn fyrir Philippine Airlines, AirAsia, Cebu Pacific og Air Asia.

„Flugfélögin eru að halda áfram að panta nýjar flugvélar til að endurnýja flotann sinn og meðan þau eru að því þá þurfa þau fleiri flugmenn“, segir Choudhrie.

Choudhrie segir að flugfélög eru farin í auknu mæli að leita til hans og sýna fyrirtækinu afhendingaráætlunina sína og spyrja hvort hægt sé að hafa nægilega marga flugmenn tilbúnna fyrir þann tíma.

Tekur að minnsta kosti 24 mánuði að þjálfa nýja flugmenn frá grunni

Choudhrie segir að það taki frá 18 til 24 mánuði að þjálfa flugmenn frá grunni frá því að þeir stíga sín fyrstu skref í flugnámi og þar til að þeir útskrifast sem atvinnuflugmenn. Þetta þýðir að flugfélög þurfa að byrja strax að tryggja sér nýja flugmenn áður en þoturnar verða afhentar því án flugmanna þá verða þær aðeins kyrrsettar á jörðu niðri ef enginn er til þess að fljúga þeim.

Þá nefnir hann sem dæmi að varðandi nýja Airbus A321XLR þotu sem flugfélag hefur pantað að þá þurfi að minnsta kosti 18 flugmenn á hverja þotu. Vandamálið er hinsvegar að fjöldi þeirra flugmanna sem misstu starfið við upphaf heimsfaraldursins sé slíkur að ekki sé nægilegur fjöldi til staðar þegar uppgangurinn hefst á ný þar sem margir hafa hætt og sumir skipt um starfsvettvang.

Bæði í Asíu og í Bandaríkjunum blasir við töluverður skortur á flugmönnum næstu árin

Boeing telur að þörf sé á um 600.000 nýjum flugmönnum á næstu 20 árum en á þeim tíma munu flugfélög um allan heim taka við 43.600 nýjum þotum en spáð er að mest verður uppsveiflan í Asíu og sérstaklega á Indlandi.

Svipuðum skorti á flugmönnum er spáð einnig vestanhafs en Kit Darby, ráðgjafi í ráðningarmálum flugmanna í Bandaríkjunum, segir að minni flugfélög í Bandaríkjunum séu strax farin að finna fyrir skorti á flugmönnum. „Ef þessi minni flugfélög lenda í því að geta ekki fundið fleiri flugmenn þá geta þau ekki flogið farþegum frá minni bæjum og borgum til stærri flugvallanna og þá lenda stóru flugfélögin í vandamálum“, segir Darby.

Darby segir að skortur á flugmönnum var þegar farin að gera vart við sig fyrir heimsfaraldurinn þar sem flugfélög gátu ekki lengur tekið inn flugmenn í eins miklu mæli sem höfðu fengið þjálfun hjá flughernum auk þess sem mikill fjöldi eldri flugmanna voru að láta af störfum sökum aldurs og á sú tala eftir að hækka enn á næstu árum.

Spáð er að um 3.000 flugmenn eigi eftir að ná starfslokaaldri á hverju ári á milli áranna 2023 og 2026 í Bandaríkjunum og þarf því að fylla í það skarð næstu árin en þess má geta að um 5.000 flugmenn létu af störfum í beinum tengslum við COVID-19 við upphaf heimsfaraldursins árið 2020.

Bandarísk flugfélög eru þó farin að undirbúa sig fyrir uppsveifluna en Delta Air Lines ætlar sér að ráða um 1.000 flugmenn fyrir næsta sumar og þá hefur United Airlines fjárfest í sínum eigin flugskóla til þess að tryggja sér flugmenn næstu árin.  fréttir af handahófi

Spirit samþykkir að sameinast JetBlue

28. júlí 2022

|

Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines samþykkti í dag yfirtökutilboð JetBlue Airways og skilur félagið Frontier Airlines eftir úti í kuldanum og eru því öll áform um fyrirhugaðan s

Sex þotur hjá airBaltic kyrrsettar vegna skorts á varahlutum

4. ágúst 2022

|

Ein af hverjum sex Airbus A220 þotum í flota flugfélagsins airBaltic eru kyrrsettar vegna skorts á varahlutum.

IAG staðfestir pöntun í 37 þotur úr A320neo fjölskyldunni

28. júlí 2021

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur lagt inn pöntun til Airbus í 37 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00