flugfréttir

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

- Þurfa fleiri flugmenn til að fljúga þeim þotum sem pantaðar hafa verið

22. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:44

Bhanu Choudhrie segir að eins og staðan er í dag þá væri ekki nægilegur fjöldi flugmanna til að fljúga öllum þeim þotum sem flugfélög hafa pantað

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Þetta segir Bhanu Choudhrie, framkvæmdarstjóri Alpha Aviation Group, sem starfrækir flugskóla og þjálfunarsetur bæði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einn stærsta flugskóla í suðausturhluta Asíu á Filippseyjum sem hefur þjálfað flugmenn fyrir Philippine Airlines, AirAsia, Cebu Pacific og Air Asia.

„Flugfélögin eru að halda áfram að panta nýjar flugvélar til að endurnýja flotann sinn og meðan þau eru að því þá þurfa þau fleiri flugmenn“, segir Choudhrie.

Choudhrie segir að flugfélög eru farin í auknu mæli að leita til hans og sýna fyrirtækinu afhendingaráætlunina sína og spyrja hvort hægt sé að hafa nægilega marga flugmenn tilbúnna fyrir þann tíma.

Tekur að minnsta kosti 24 mánuði að þjálfa nýja flugmenn frá grunni

Choudhrie segir að það taki frá 18 til 24 mánuði að þjálfa flugmenn frá grunni frá því að þeir stíga sín fyrstu skref í flugnámi og þar til að þeir útskrifast sem atvinnuflugmenn. Þetta þýðir að flugfélög þurfa að byrja strax að tryggja sér nýja flugmenn áður en þoturnar verða afhentar því án flugmanna þá verða þær aðeins kyrrsettar á jörðu niðri ef enginn er til þess að fljúga þeim.

Þá nefnir hann sem dæmi að varðandi nýja Airbus A321XLR þotu sem flugfélag hefur pantað að þá þurfi að minnsta kosti 18 flugmenn á hverja þotu. Vandamálið er hinsvegar að fjöldi þeirra flugmanna sem misstu starfið við upphaf heimsfaraldursins sé slíkur að ekki sé nægilegur fjöldi til staðar þegar uppgangurinn hefst á ný þar sem margir hafa hætt og sumir skipt um starfsvettvang.

Bæði í Asíu og í Bandaríkjunum blasir við töluverður skortur á flugmönnum næstu árin

Boeing telur að þörf sé á um 600.000 nýjum flugmönnum á næstu 20 árum en á þeim tíma munu flugfélög um allan heim taka við 43.600 nýjum þotum en spáð er að mest verður uppsveiflan í Asíu og sérstaklega á Indlandi.

Svipuðum skorti á flugmönnum er spáð einnig vestanhafs en Kit Darby, ráðgjafi í ráðningarmálum flugmanna í Bandaríkjunum, segir að minni flugfélög í Bandaríkjunum séu strax farin að finna fyrir skorti á flugmönnum. „Ef þessi minni flugfélög lenda í því að geta ekki fundið fleiri flugmenn þá geta þau ekki flogið farþegum frá minni bæjum og borgum til stærri flugvallanna og þá lenda stóru flugfélögin í vandamálum“, segir Darby.

Darby segir að skortur á flugmönnum var þegar farin að gera vart við sig fyrir heimsfaraldurinn þar sem flugfélög gátu ekki lengur tekið inn flugmenn í eins miklu mæli sem höfðu fengið þjálfun hjá flughernum auk þess sem mikill fjöldi eldri flugmanna voru að láta af störfum sökum aldurs og á sú tala eftir að hækka enn á næstu árum.

Spáð er að um 3.000 flugmenn eigi eftir að ná starfslokaaldri á hverju ári á milli áranna 2023 og 2026 í Bandaríkjunum og þarf því að fylla í það skarð næstu árin en þess má geta að um 5.000 flugmenn létu af störfum í beinum tengslum við COVID-19 við upphaf heimsfaraldursins árið 2020.

Bandarísk flugfélög eru þó farin að undirbúa sig fyrir uppsveifluna en Delta Air Lines ætlar sér að ráða um 1.000 flugmenn fyrir næsta sumar og þá hefur United Airlines fjárfest í sínum eigin flugskóla til þess að tryggja sér flugmenn næstu árin.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga