flugfréttir

Sækja um leyfi til að fljúga til New York, Miami og Los Angeles

- Nýja norska lágfargjaldafélagið stefnir á fyrstu flugin næsta vor

29. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:58

Fyrsta Dreamliner-þotan fyrir Norse Atlantic Airways nýmáluð í litum félagsins

Komið hefur í ljós hverjir fyrstu áfangastaðirnir í Norður-Ameríku verða sem nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways stefnir á að fljúga til.

Norse Atlantic Airways, sem ætlar sér að fylla í skarðið sem Norwegian skildi eftir sig í farþegaflugi yfir Atlantshafið, hefur sótt um leyfi til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna fyrir þremur áfangastöðum.

Flugvellirnir þrír sem sótt er um leyfi fyrir eru Fort Lauderdale í Flórída, Stewart-flugvöllurinn í New York fylki og Ontario-flugvöllurinn á Los Angeles-svæðinu í Kaliforníu og verður flogið til þeirra allra frá Gardermoen-flugvellinum í Osló.

Þetta kemur fram í umsókn félagsins til bandarískra stjórnvalda en Norse Atlantic Airways býður nú eftir því að fá útgefið flugrekstarleyfi og vonast félagið eftir fá það í hendurnar í nóvember.

Norse Atlantic Airways vonast eftir að geta hafið flug til Bandaríkjanna vorið 2022 eða um sumarið og mun félagið byrja með þrjár Dreamliner-þotur sem allar voru áður í flota Norwegian sem hefur í dag losað sig við allar Boeing 787 breiðþoturnar.

Norse Atlantic Airways stefnir á að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna næsta vor

Áfangastaðirnir þrír þykja ekki koma á óvart þar sem um er að ræða fjölmenn svæði í Bandaríkjunum en hinsvegar vekur athygli að Norse Atlantic Airways velur minni flugvelli í nágrenni tveggja áfangastaðanna á borð við Steward-flugvöll og Ontario-flugvöll.

Báðir flugvellirnir þjóna ekki beint stórborgunum tveimur, New York og Los Angeles, en eru notaðir af minni flugfélögum á borð við American Eagle auk þess fraktflugfélög fljúga til Stewart-flugvallarins.

Ontario-flugvöllur er staðsettur í San Bernardino og er hann notaður af Alaska Airlines, American Airlines, Delta Air Lines, Frontier Airlines, Hawaiian Airlines, Southwest og United Airlines auk þess sem erlend flugfélög á borð við China Airlines, Volaris og Avianca El Salvador fljúga til vallarins.

Þá er Ontario-flugvöllur stór fraktflugvöllur sem notaður er af Amazon Air, Amerijet, FedEx, Kalitta Air og UPS (United Parcel Service).  fréttir af handahófi

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Airbus ætlar að styrkja stöðu sína í smíði fraktflugvéla

17. september 2021

|

Airbus flugvélaframleiðandinn segist staðráðinn í því að koma með meiri samkeppni á markaðinn er varðar fraktflug og telur framkvæmdarstjóri fyrirtækisins að þörf sá á meiri samkeppni í flokki fraktf

20 farþegar létu sig hverfa þegar lent var með veikan farþega

8. nóvember 2021

|

Yfir tuttugu farþegar létu sig hverfa frá borði er farþegaþota frá flugfélaginu Air Arabia Maroc þurfti að lenda á eyjunni Mallorca um helgina vegna veikinda um borð meðal eins farþega.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.