flugfréttir

Hafa áhyggjur af gríðarlegum hækkunum á flugvallargjöldum

- Vara við að slíkar hækkanir gætu hægt á bataferli flugfélaga vegna Covid-19

5. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

IATA hefur miklar áhyggjur af þeim hækkunum á gjöldum sem flugvellir víða um heim hafa gripið til auk hækkunum hjá flugleiðsöguþjónustufyrirtækjum

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi fyrirhugaðar hækkanir á gjöldum á flugvöllum og meðal flugleiðsöguþjónustuaðila víðsvegar um heiminn.

IATA hefur varað við því að slíkar hækkanir gætu haft áhrif á þann bata sem er að eiga sér stað meðal flugfélaganna og seinkað því að einstaka millilandaflug eigi eftir að ná sér eftir heimsfaraldurinn eins skjótt og annars myndi verða án slíkra hækkanna.

IATA segir að nú þegar hafi flugvellir og fyrirtæki sem veita flugleiðsöguþjónustu víðs vegar um heim hækkað gjöld sín sem nemur yfir 290 milljörðum króna en enn frekari hækkanir á næstunni gætu tífaldað þá tölu.

„Hækkun á gjöldum sem nemur yfir 2 milljörðum Bandaríkjadala á viðkvæmum tímum er svívirðilegt. Við viljum öll komast í gegnum Covid-19“, segir Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IATA.

„Að setja þessa fjárhagslegu byrði á krísutímum á herðar viðskiptavina, bara vegna þess að það er hægt að komast upp með það, eru viðskiptahættir sem aðeins óheiðarleg einokunarfyrirtæki myndu láta detta sér í hug að framkvæma“, segir Walsh.

Fram kemur að Heathrow-flugvöllurinn í London sé að íhuga að hækka flugvallargjöld sín um 90% á næsta ári á meðan Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam hefur sótt um leyfi til þess að hækka gjöld sín um 40 prósent á næstu þremur árum.

Þá segir IATA að Eurocontrol, sem fer fyrir flugleiðsögufyrirtækjum í 29 löndum í Evrópu, stefni á að ná gróða upp á 8 milljarða evra, eða sem samsvarar 1.195 milljörðum króna, til þess að bæta fyrir tapreksturinn árið 2020 og það sem af er þessu ári.

IATA hafði áður komið með hugmyndir um hvernig flugvellir og flugleiðsöguþjónustufyrirtæki gætu bætt rekstur sinn vegna heimsfaraldursins með ýmsum öðrum leiðum án þess að grípa til hækkanna en Alþjóðasamtök flugvalla (ACI World) gagnrýndu IATA fyrir þær hugmyndir og taldi þær ekki bera nægilegan árangur.  fréttir af handahófi

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldur

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla

21. október 2021

|

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli en jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með lof

Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar

21. október 2021

|

Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

20. október 2021

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

MD-87 þota fór út af braut í flugtaki í Texas

19. október 2021

|

Allir komust lífs af í flugslysi sem átti sér stað í dag er þota af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 hætti við flugtak á Houston Executive flugvellinum í Texas.

Geta aðeins greitt 0.5 prósent af 1.050 milljarða króna skuld

18. október 2021

|

Asíska lágfargjaldaflugfélagið AirAsia X hefur boðist til að greiða aðeins 0.5 prósent af heildarskuldum flugfélagsins.

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00