flugfréttir

Hafa áhyggjur af gríðarlegum hækkunum á flugvallargjöldum

- Vara við að slíkar hækkanir gætu hægt á bataferli flugfélaga vegna Covid-19

5. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

IATA hefur miklar áhyggjur af þeim hækkunum á gjöldum sem flugvellir víða um heim hafa gripið til auk hækkunum hjá flugleiðsöguþjónustufyrirtækjum

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi fyrirhugaðar hækkanir á gjöldum á flugvöllum og meðal flugleiðsöguþjónustuaðila víðsvegar um heiminn.

IATA hefur varað við því að slíkar hækkanir gætu haft áhrif á þann bata sem er að eiga sér stað meðal flugfélaganna og seinkað því að einstaka millilandaflug eigi eftir að ná sér eftir heimsfaraldurinn eins skjótt og annars myndi verða án slíkra hækkanna.

IATA segir að nú þegar hafi flugvellir og fyrirtæki sem veita flugleiðsöguþjónustu víðs vegar um heim hækkað gjöld sín sem nemur yfir 290 milljörðum króna en enn frekari hækkanir á næstunni gætu tífaldað þá tölu.

„Hækkun á gjöldum sem nemur yfir 2 milljörðum Bandaríkjadala á viðkvæmum tímum er svívirðilegt. Við viljum öll komast í gegnum Covid-19“, segir Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IATA.

„Að setja þessa fjárhagslegu byrði á krísutímum á herðar viðskiptavina, bara vegna þess að það er hægt að komast upp með það, eru viðskiptahættir sem aðeins óheiðarleg einokunarfyrirtæki myndu láta detta sér í hug að framkvæma“, segir Walsh.

Fram kemur að Heathrow-flugvöllurinn í London sé að íhuga að hækka flugvallargjöld sín um 90% á næsta ári á meðan Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam hefur sótt um leyfi til þess að hækka gjöld sín um 40 prósent á næstu þremur árum.

Þá segir IATA að Eurocontrol, sem fer fyrir flugleiðsögufyrirtækjum í 29 löndum í Evrópu, stefni á að ná gróða upp á 8 milljarða evra, eða sem samsvarar 1.195 milljörðum króna, til þess að bæta fyrir tapreksturinn árið 2020 og það sem af er þessu ári.

IATA hafði áður komið með hugmyndir um hvernig flugvellir og flugleiðsöguþjónustufyrirtæki gætu bætt rekstur sinn vegna heimsfaraldursins með ýmsum öðrum leiðum án þess að grípa til hækkanna en Alþjóðasamtök flugvalla (ACI World) gagnrýndu IATA fyrir þær hugmyndir og taldi þær ekki bera nægilegan árangur.  fréttir af handahófi

Spá farþegafjölda upp á 8 milljónir um KEF árið 2024

7. október 2021

|

Ný samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll næstu þrjú árin sýnir að ef bjartsýnustu spár ganga eftir gætu fleiri farþegar farið um flugvöllinn árið 2024 en árið 2019, þ.e. á

Hafa áhyggjur af gríðarlegum hækkunum á flugvallargjöldum

5. október 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi fyrirhugaðar hækkanir á gjöldum á flugvöllum og meðal flugleiðsöguþjónustuaðila víðsvegar um heiminn.

FAA leitar að hönnuðum fyrir nýja flugturna

29. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa formlega hafið leit að fyrirtæki til þess að taka að sér hönnun á næstu kynslóð af flugturnum fyrir fjölmarga flugvelli víðsvegar um Bandaríkin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.