flugfréttir

Norska ríkið mun verja 22 milljörðum til flugmála á næsta ári

- Kynna til sögunnar nýja skatta og gjöld á flugfargjöld

13. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:47

Frá Gardermoen-flugvellinum í Osló

Norska ríkið ætlar að verja um 1.4 milljarði norskra króna í flugiðnaðinn í landinu á næsta ári eða sem samsvarar tæpum 22 milljörðum króna til þess að styrkja innviði flugsins í landinu.

Á móti kemur verða farþegaskattar hækkaðir sem mun skila norska ríkinu um 1.6 milljarð norskra króna (24 milljarða króna) eftir að árið 2022 er á enda.

„Við ætlum að einblína á að styðja við flugið þar sem þetta eru mikilvægasta tegundin af samgöngum í landinu. Góðar flugsamgöngur tryggja gæði fyrir margvíslegan iðnað og gera það kleift að hægt sé að lifa eðlilegu lífi um allt landið“, segir Knut Arild Hareide, samgönguráðherra Noregs.

Norska ríkið mun setja 12 milljarða króna í að niðurgreiða flugleiðir sem ekki er hagkvæmt að halda úti fyrir flugfélög án styrkja og þá verða 3 milljarðar settir í framkvæmdir fyrir nýjan flugvöll í Bodø og 760 milljónir króna í nýjan flugvöll í Mo í Rana. Þá verður einnig sett fé til styrktar norskra flugmálayfirvalda og einnig til rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi.

Farþegaskattarnir sem kynntir verða munu nema um 1.200 krónum á hvert fargjald í innanlandsflugi og 3.200 krónum á hvert fargjald í millilandaflugi.  fréttir af handahófi

Síðasta risaþotan sem afhent er frá verksmiðjunum í Toulouse

19. október 2021

|

Japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) tók fyrir helgi við sinni síðustu Airbus A380 risaþotu sem er einnig síðasta risaþotan sem Airbus afhendir frá verksmiðjunum í Toulouse.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Nokkur flugfélög undirbúa endurkomu Airbus A380

8. nóvember 2021

|

Nokkur flugfélög eru farin að undirbúa sig fyrir endurkomu Airbus A380 risaþotnanna þrátt fyrir að flestar af þeim séu enn kyrrsettar í langtímageymslu vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.