flugfréttir

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

- Meira en tvisvar sinnum fleiri flugslys í Alaska miðað við önnur fylki

15. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:45

Fjölmörg samfélög í Alaska reiða sig alfarið á flugsamgöngur til þess að komast á milli staða

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Bandaríkjanna.

Fram kemur að frá árinu 2008 til 2017 hafi verið 2.35 sinnum fleiri flugslys í Alaska samanborið við önnur fylki en í flestum tilvikum hafa átt í hlut litlar flugvélar í farþegaflugi sem fljúga til afskekktra flugvalla í Alaska sem eru nauðsynlegir fyrir þá sem búa á afskekktum svæðum.

Meðal þess sem FAA er að skoða er að innleiða nýja tækni er kemur að því að skoða rauntímaupplýsingar um veðurfar á afskekktum flugvöllum auk útgáfu á nákvæmari flugkortum.

„Ekkert fylki í Bandaríkjunum reiðir sig eins mikið á flugsamgöngur líkt og Alaska og við ætlum okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera flugsamgöngur öruggari á þessum svæðum“, segir Steve Dickson, yfirmaður bandarískra flugmálayfirvalda.

Í september tilkynnti FAA að til stæði að verja 5.4 milljörðum króna til nokkurra flugvalla í Alaska en þar á meðal eru sjö flugvellir sem verður sérstaklega fjárfest í og einnig á svæðum þar sem engar vegasamgöngur eru til staðar og héröð þar sem innfæddir treysta á flug til þess að komast á milli staða.

Meðal alvarlegri flugslysa sem hafa átt sér stað að undanförnu í Alaska má nefna atvik er tvær flugvélar rákust saman á flugi þann 13. maí árið 2019 en þar áttu í hlut DHC-2 Beaver sjóflugvél frá Mountain Air Service og DHC-3 Turbine Otter frá Taquan Air en í því slysi voru sex manns sem týndu lífi.

Þá rann farþegaflugvél af gerðinni Saab 2000 út af flugbraut í lentingu á Aleutian Island flugvellinum þann 17. október sama ár með þeim afleiðingum að einn farþegi lét lífið.  fréttir af handahófi

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Condor pantar Airbus A330neo

17. nóvember 2021

|

Þýska flugfélagið Condor hefur valið Airbus A330neo breiðþoturnar til þess að leysa af hólmi eldri Airbus 330 þotur.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.