flugfréttir

Síðasta flugið í sögu Alitalia

- Alitalia kveður flugheiminn eftir 75 ára starfsemi

15. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Airbus A320 þota frá Alitalia á Fiumicino-flugvellinum í Róm í gærkvöldi eftir síðasta áætlunarflugið í sögu félagsins

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

Eins og flestum er kunnugt hefur rekstur Alitalia gengið mjög erfiðlega undanfarin ár og hefur félagið nokkrum sinnum verið lýst gjaldþrota en félagið hefur verið rekið með tapi allt frá árinu 2002.

Síðasta áætlunarflug Alitalia var flogið í gærkvöldi og var um að ræða flug AZ1586 frá Cagliari á eyjunni Sardiníu til Fiumicino-flugvallarins í Rómar en frá og með deginum í dag mun nýja flugfélagið ITA (Italia Trasporto Aereo) taka við keflinu.

Frá og með deginum í dag mun flugfélagið ITA (Italia Trasporto Aereo) hefja áætlunarflug í stað Alitalia

Alitalia hóf starfsemi sína þann 5. maí árið 1947 undir nafninu Aerolinee Italiane Internazionali og var fyrsta flug þess félags flug frá Tórínó til Rómar og þaðan til Catania en fyrsta flug félagsins á milli heimsálfa var flogið árið 1948 frá Mílanó til Suður-Ameríku.

Nýja flugfélagið ITA mun aðeins fljúga til 44 áfangastaða til að byrja með en stefnan er að áfangastöðunum muni fjölga upp í 74 fyrir árið 2025 en þess má geta að Alitalia flaug til yfir 100 áfangastaða fyrir heimsfaraldurinn.

Þá náðist aðeins að bjarga um 2.800 störfum af þeim 11.000 starfsmönnum sem störfuðu hjá Alitalia og mun ITA hafa 52 flugvélar í flotanum af þeim 150 flugvélum sem voru í flota Alitalia þegar mest var.  fréttir af handahófi

Ryanair: Boeing 737 MAX 8-200 standa sig umfram væntingar

1. nóvember 2021

|

Ryanair segir að nýju Boeing 737 MAX 8-200 þoturnar séu að standa sig langt umfram væntingar frá því að félagið tók þær í notkun í sumar.

Airbus ætlar að styrkja stöðu sína í smíði fraktflugvéla

17. september 2021

|

Airbus flugvélaframleiðandinn segist staðráðinn í því að koma með meiri samkeppni á markaðinn er varðar fraktflug og telur framkvæmdarstjóri fyrirtækisins að þörf sá á meiri samkeppni í flokki fraktf

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.