flugfréttir

Ákveða þak á hækkun gjalda á Heathrow-flugvellinum

- Fá ekki leyfi fyrir eins mikilli hækkun og vonir voru bundnar við

20. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:15

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Bresk flugmálayfirvöld hafa komið fram með hugmyndir og takmarkanir á fyrirhugaða hækkun á flugvallar- og lendingargjöldum á Heathrow-flugvellinum.

Ekki kemur fram hversu mikil hækkunin verður en flugmálayfirvöld veita flugvellinum þó ekki leyfi fyrir eins mikilli hækkun og stjórn flugvallarins gerði sér vonir um en hækkunin mun leggjast á þau flugfélög sem fljúga um Heathrow-flugvöll.

Flest flugfélög eiga eftir að neyðast til þess að hækka fargjöld sín á flugi til London Heathrow og eru mörg flugfélög mjög ósátt við fyrirhugaða hækkun þar sem hún á eftir að bitna á farþegum.

Heathrow-flugvöllurinn hefur ákveðið að grípa til hækkunar til að bæta upp fyrir það tap sem flugvöllurinn hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins en mögulega er um að ræða allt að 6.000 króna hækkun á flugvallargjöldum á hvern farþega miðað við gjöldin árið 2020.

Bresk flugmálayfirvöld ákveða hámarkshækkun og fyrirskipa ramma varðandi slík gjöld en næsta gjaldtímabil tekur í gildi árið 2022 og mun gilda til fimm ára.

Stjórn Heathrow-flugvallarins fer fram á að núverandi gjöld hækki frá 5.700 krónum til 7.600 krónum á hvern farþega en bresk flugmálayfirvöld mæla með hækkun upp á 4.200 krónum til 6.000 krónur.

„Þetta tilboð okkar er gert til þess að vernda neitandann gagnvart óheiðarlegum hækkunum en mun einnig gera Heathrow-flugvellinum kleift að starfa eftir sem bestu getu á sjálfbæran hátt“, segir Richard Moriarty, yfirmaður breskra flugmálayfirvalda.

Fyrirhuguð hækkun hefur valdið reiði meðal marga og þar á meðal hjá Willie Walsh, framkvæmdarstjóra Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem áður var framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, sem er stærsta flugfélagið sem flýgur til og frá Heathrow-flugvelli.

Walsh fordæmir hækkunina og segir að slík hækkun eigi eftir verða til þess að hin hefðbundna breska fjölskylda þurfi að greiða um 17.000 krónur meira til þess að ferðast með flugi í fríið frá Heathrow-flugvelli.

„Í stað þess að skella skuldinni á almenning sem er á faraldsfæti til þess að bæta upp tapið þá ættu fjárfestar frekar að nýta tækifærið og fjárfesta í flugvellinum“, segir Walsh.  fréttir af handahófi

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram í Keflavíkurflugvelli

25. október 2021

|

Á fimmta hundrað manns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli sl. laugardag en æfingar á flugvellinum eru stærstu hópslysaæfingar sem haldnar eru á Íslandi.

Norska ríkið mun verja 22 milljörðum til flugmála á næsta ári

13. október 2021

|

Norska ríkið ætlar að verja um 1.4 milljarði norskra króna í flugiðnaðinn í landinu á næsta ári eða sem samsvarar tæpum 22 milljörðum króna til þess að styrkja innviði flugsins í landinu.

Airbus ætlar að styrkja stöðu sína í smíði fraktflugvéla

17. september 2021

|

Airbus flugvélaframleiðandinn segist staðráðinn í því að koma með meiri samkeppni á markaðinn er varðar fraktflug og telur framkvæmdarstjóri fyrirtækisins að þörf sá á meiri samkeppni í flokki fraktf

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.