flugfréttir
Icelandair ætlar að taka inn þrjár 737 MAX þotur til viðbótar
- Eiga í viðræðum við flugvélaleigur

Boeing 737 MAX þota Icelandair
Icelandair íhugar að bæta við þremur Boeing 737 MAX þotum í flotann fyrir næsta sumar og á félagið í viðræðum við flugvélaleigur vegna leigusamninga á þremur þotum til viðbótar.
Icelandair hafði í lok september fengið níu Boeing 737 MAX þotur afhentar af þeim 12 sem pantaðar voru frá Boeing og er von á þremur síðustu þotunum í desember og í janúar eftir áramót.
Hinsvegar stendur til að fjölga MAX þotunum upp í 15 fyrir sumar 2022 og kemur
fram að viðræður standi yfir við flugvélaleigufyrirtæki vegna þessa.
„Viðræðurnar við flugvélaleigurnar lofa góðu og er von á því að þeim ljúki fyrir lok
þessa árs“, segir í afkomuskýrslu félagsins eftir þriðja ársfjórðung sem birt var í gær.
Icelandair segir að Boeing 737 MAX þoturnar hafi reynst félaginu mjög vel hingað til og standi sig betur en vonir voru bundnar við er varðar tæknileg atriði, hagkvæmni og eldsneytiseyðslu og er kolefnislosun um 36% minni samanborið við Boeing 757 þoturnar.
Þá kemur fram að flugfélagið hafi tekið upp þráðinn að nýju er varðar langtímaáætlanir um flotastefnuna sem sett var á hilluna vegna heimsfaraldursins og er gert ráð fyrir að búið verði að ákveða hvernig framtíðarflotinn verður fyrir lok ársins.
Afkoma Icelandair kom út í hagnað eftir þriðja ársfjórðung sem nemur 3.2 milljörðum króna en þess má geta að afkoma félagsins á sama tímabili í fyrra var neikvæð um 11.4 milljarða.


17. mars 2022
|
Fjögur flugfélög í Hollandi ætla í næstu viku að „óhlýðnast“ stjórnvöldum og fella niður grímuskyldu um borð í flugvélum sínum þrátt fyrir að hollensk stjórnvöld hafa ekki afnumið grímuskyldu í farþe

28. febrúar 2022
|
Norwegian stefnir á að taka á leigu átján Boeing 737 þotur og þar á meðal nokkrar 737 MAX þotur til þess að mæta eftirspurninni í sumar.

19. apríl 2022
|
Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi f

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.