flugfréttir

Frankfurt Hahn flugvöllur fer fram á gjaldþrotaskipti

21. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:35

Frá Frankfurt Hahn flugvellinum í Þýskalandi

Hahn-flugvöllurinn í Frankfurt hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta en farþegum fækkaði gríðarlega um flugvöllinn þýska í heimsfaraldrinum en farþegum var þó farið að fækka fyrir faraldurinn.

Gjaldþrotaskiptastjóri í Bad Kreuznach umdæminu í Þýskalandi segir að gjaldþrotameðferðin eigi ekki að hafa áhrif á starfsemi flugvallarins og mun rekstur hans halda áfram að óbreyttu á meðan farið verður yfir stöðuna og leitað leiða til þess að endurgera rekstaráætlun flugvallarins.

Frankfurt Hahn er annar stærsti flugvöllurinn sem þjónar Frankfurt og hefur flugvöllurinn aðallega verið notaður af lágfargjaldafélögum og fraktflugfélögum.

Skiptastjóri gaf út umsókn fyrir gjaldþrotaskiptum sl. þriðjudag en flugvöllurinn er í eigu HNA Airport Group í Kína og Hesse-héraðsins.

1.5 milljón farþega fóru um Frankfurt Hahn flugvöll árið 2019 og þar sem flugvöllurinn er starfræktur allan sólarhringin hafa fraktflugfélög notað hann mikið en um 170.000 tonn af frakt fór um flugvöllinn árið 2019.

Markus Plathner hjá lögmannafélaginu Brinkmann & Partners segir að mestu máli skipti að greiða starfsfólki laun og að starfsemi flugvallarins haldi áfram með hefðbundnu sniði.

Heiko Kasseckert, sem fer fyrir flugmálum á þinginu í Hesse-héraði, segir að umsóknin um gjaldþrotaskiptin komi verulega á óvart þar sem talið var að afkoma flugvallarins væri að skána vegna fraktflugsins.  fréttir af handahófi

Rússar gætu bannað flugfélögum í landinu að skila flugvélum

14. mars 2022

|

Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð vera að gera drög að reglugerð sem gæti þýtt að rússneskum flugrekendur og flugfélögum verði bannað að skila flugvélum sínum til eigenda sinna sem í langflestum tilviku

A220 þotan í söluferðalagi um Suður-Ameríku

11. apríl 2022

|

Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

Nauðlenti í Medellín með nefhjólið fast til hliðar

31. mars 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá flugfélagnu LATAM nauðlenti sl. þriðjudag á flugvellinum í Medellín í Kólumbíu með nefhjólið fast í 90 gráðu stöðu.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga