flugfréttir
Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku
- Norse Atlantic Airways stefnir á að ráða 50 flugmenn til að byrja með

Norse Atlantic Airways stefnir á að hefja áætlunarflug á næsta ári og verður félagið eingöngu með Boeing 787 Dreamliner-þotur
Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.
Norse Atlantic Airways segir að í síðustu viku einni og sér hafi félaginu borist 2.300
umsóknir sem endurspeglar mikinn áhuga um flugmannsstarfið.
„Við teljum að mörgum finnst mjög spennandi að fá starf hjá félaginu og komast í að fljúga langar flugleiðir á Boeing 787 þotum“, segir Bjørn Tore Larsen, framkvæmdarstjóri Norse Atlantic Airways.
Flugfélagið norska stefnir á að ráða um 50 flugmenn og komast því færri að en vilja og hefur félaginu borist hafsjór af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því bæði að vera staðsettir í Osló en einnig í London þar sem félagið stefnir á að vera með bækistöðvar.
Fram kemur að umsóknir séu að berast bæði frá norskum flugmönnum og flugmönnum frá ýmsum löndum og er einnig mikið um að flugmenn með reynslu á Boeing 737 séu að sækja um en flestar umsóknir koma frá flugmönnum með reynslu.


21. mars 2022
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa afturkallað evrópska flughæfnisvottun fyrir rússneskar flugvélar og þar á meðal nýju Sukhoi Superjet 100 þotuna sem fær því ekki að fljúga lengur í evrópskri lo

16. mars 2022
|
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á árinu 2021 var neikvæð um 4,7 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 10,1 milljarð króna árið 2020.

26. febrúar 2022
|
Kuwait Airways hefur ákveðið að breyta pöntun sinni hjá Airbus sem félagið átti í Airbus A330neo þoturnar og ákveðið að taka nokkrar þotur af stærri gerðinni.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.