flugfréttir

Fara fram á 32 milljarða í skaðabætur frá Boeing

26. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 21:23

Boeing 737 MAX þota frá LOT Polish Airlines

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hyggst fara í mál við Boeing vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum sem stóðu yfir í tæp tvö ár frá því í mars árið 2019 fram í lok ársins 2020.

LOT Polish Airlines fer fram á skaðabætur upp á 250 milljónir dali eða sem samsvarar rúmlega 32 milljörðum króna vegna hönnunargalla í svokölluðu MCAS-kerfi sem talið er að hafa verið orsökk tveggja flugslysa sem varð til þess að þoturnar voru kyrrsettar.

Samkvæmt Krzysztof Maczulski, talsmanni flugfélagsins pólska, þá ætlar félagið að höfða mál þar sem Boeing hefur lítið gert til þess að koma til móts við LOT í samningaviðræðum vegna skaðabóta.

Fram kemur að LOT hafi þurft að taka á leigu aðrar flugvélar sem varð til þess að rekstarkostnaður félagsins jókst til muna á tímabili en félagið tók á leigu að minnsta kosti fjórar Airbus A320 frá flugvélaleigunni Avion Express í janúar árið 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á.

Kyrrsetningin hjá LOT Polish Airlines varði í 2 ár en félagið hafði fengið fimm Boeing 737 MAX þotur sem félagið gat ekki notað vegna flugbannsins en upphaflega pantaði félagið fimmtán þotur og var sú fyrsta afhent félaginu í desember árið 2017.  fréttir af handahófi

Evrópskt öryggisátak í almannaflugi hefst eftir helgi

11. mars 2022

|

Vikuna 14. til 25. mars stendur Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins, EASA, fyrir öryggisátaki í almannaflugi.

Fimm áhugasamir kaupendur að Piaggio koma til greina

4. apríl 2022

|

Fimm áhugasamir kaupendur sem vilja taka yfir rekstur ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hafa verið valdir til þess að fá aðgang að bókhaldi og rekstargögnum fyrirtækisins sem er næsta

Íhuga að færa höfuðstöðvarnar frá Chicago til Arlington

6. maí 2022

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga að færa höfuðstöðvar fyrirtækisins frá Chicago til Arlington í Virginíu en þetta er haft eftir dagblaðinu The Wall Street Journal sem vitnað í ónafngreinda heimildarmenn.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga