flugfréttir

FAA leitar að hönnuðum fyrir nýja flugturna

29. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Flugturninn á flugvellinum í Houston í Bandaríkjunum

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa formlega hafið leit að fyrirtæki til þess að taka að sér hönnun á næstu kynslóð af flugturnum fyrir fjölmarga flugvelli víðsvegar um Bandaríkin.

Í dag eru yfir 100 flugturnar í Bandaríkjunum sem eru komnir til ára sinna sem þurfa endurnýjun og þarf á einhverjum tímapunkti að reisa nýja í stað þeirra.

Flestir flugturnarnir, sem þarf að skipta út, eru staðsettir á minni flugvöllum og þeim innanlandsflugvöllum sem flokkast sem svæðisflugvellir (regional airports).

„Fyrir smærri og stærri flugvallarsamfélög þá eru flugturnarnir það sem gerir þau táknræn. Við þurfum arkitekta og verkfræðinga hvaðan sem er í Bandaríkjunum til þess að aðstoða okkur við að byggja örugga og sjálfbæra flugturna fyrir framtíðina“, segir Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu frá Bandarískum flugmálayfirvöldum.

Fram kemur að leitað sé að hönnuðum eða hönnunarfyrirtæki sem geta hannað flugturna sem þurfa að uppfylla rekstrarleg skilyrði og með starfsumhverfi í huga. Þá þurfa flugturnarnir að vera hannaðir svo þeir bjóði upp á hagkvæmni og þarf stjórnbyggingin sjálf efst á turninum að vera hönnuð svo hægt sé að hafa hana í hvaða hæð sem er á hverjum flugvelli fyrir sig.

Flugturninn á flugvellinum í Sacramento var hannaður af I.M. Pei á sjöunda áratugnum

Tekið er sem dæmi nýr flugturn sem verið er að reisa á flugvellinum í Tucson í Arizona en sá turn er sá fyrsti í Bandaríkjunum sem gengur algjörlega fyrir vistvænni orku með 1.600 sólarsellum sem veitir turninum allt það rafmagn sem hann þarf.

FAA fór þessa sömu leið á sjöunda áratug síðustu aldar þegar leit var gerð af hönnuði til að hanna flugturna á þeim tíma og varð það bandaríski-kínverski arkitektin I.M. Pei sem varð fyrir valinu en John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fór fram á flugturna sem endurspegluðu stollt, framtak og metnað Bandaríkjanna.

Svo fór að Pei hannaði flugturn fyrir 16 flugvelli í Bandaríkjunum og eru margir af þeim ennþá í notkun í dag og þar á meðal er þá að finna á flugvöllunum í Jacksonville, Chicago O´Hare og í Sacramento.

FAA mun velja úr hópi umsækjenda sex aðila sem hver og einn fær 100.000 Bandaríkjadali (12.8 milljónir króna) fyrir þeirra framlag til þess að koma með hugmyndir af stækkanlegum, sjálfbærum og stöðluðum flugturni ásamt kostnaðaráætlun.  fréttir af handahófi

Eiga von á pöntun í 70 Boeing 737 MAX þotur um helgina

11. nóvember 2021

|

Boeing á von á pöntun á næstu dögum frá nýju flugfélagi sem verið er að stofna á Indlandi sem hyggst panta 70 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Eiga von á pöntun í 70 Boeing 737 MAX þotur um helgina

11. nóvember 2021

|

Boeing á von á pöntun á næstu dögum frá nýju flugfélagi sem verið er að stofna á Indlandi sem hyggst panta 70 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Fara fram á 32 milljarða í skaðabætur frá Boeing

26. október 2021

|

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hyggst fara í mál við Boeing vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum sem stóðu yfir í tæp tvö ár frá því í mars árið 2019 fram í lok ársins 2020.

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00