flugfréttir
8 milljónir um Berlín Brandenburg fyrsta árið
- Eitt ár frá því að Brandenburg-flugvöllurinn var tekinn í notkun

Frá Brandenburg-flugvellinum í Berlín
Þessi mánaðarmót var eitt ár liðið frá því að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín var tekinn í notkun en á fyrsta árinu voru 8 milljónir farþega sem fóru um flugvöllinn.
Alls voru 74 flugfélög sem fóru um Brandenburg-flugvöll á fyrsta árinu sem flugu
til 160 áfangastaða í 53 löndum og þá fór 24.400 tonn af frakt um flugvöllinn.
Þegar Brandenburg-flugvöllur opnaði þann 31. október árið 2020 var aðeins eitt flugfélag
sem flaug langflug um flugvöllinn sem var Qatar Airways sem flaug til Berlínar
frá Doha í Qatar.
Því næst byrjaði Scoot, dótturfélag Singapore Airlines, að fljúga til Brandenburg-flugvallarins
frá Singapore og United Airlines frá New York og Washington og SmartLynx Airlines
sem byrjaði að fljúga til Dubai.
Aletta von Massenbach, framkvæmdarstjóri flugvallarins, segir að þrátt fyrir erfiðleika
í rekstri vegna heimsfaraldursins, þá hafi Brandenburg-flugvöllur sannað gildi sitt.
„Við viljum þakka öllum sem hafa aðstoðað við að halda flugvellinum gangandi fyrsta árið
og það er undir okkur komið að bæta farþegatölurnar og aðlaga flugvöllinn af auknum
farþegafjölda“, segir Massenbach.
Þau flugfélög sem eru með mestu umsvifin á Brandenburg-flugvellinum í dag eru easyJet,
Ryanair og Lufthansa og vinsælustu áfangastaðirnir sem flogið er til eru Mallorca, Antalya,
Amsterdam, Istanbul og Zurich.


4. ágúst 2022
|
Lokið hefur verið við að mála fyrstu Airbus A330neo breiðþotuna fyrir Air Greenland en þotunni var ýtt út úr málningarsalnum í Toulouse á dögunum.

5. júlí 2022
|
Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

2. ágúst 2022
|
Þýskum flugfarþegum hefur verið ráðlagt að ferðast með litríkar og skræpóttar ferðatöskur ef þeir vilja fá farangurinn sinn fyrr í hendurnar ef þeir lenda í því að farangurinn týnist.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan