flugfréttir

8 milljónir um Berlín Brandenburg fyrsta árið

- Eitt ár frá því að Brandenburg-flugvöllurinn var tekinn í notkun

2. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 08:20

Frá Brandenburg-flugvellinum í Berlín

Þessi mánaðarmót var eitt ár liðið frá því að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín var tekinn í notkun en á fyrsta árinu voru 8 milljónir farþega sem fóru um flugvöllinn.

Alls voru 74 flugfélög sem fóru um Brandenburg-flugvöll á fyrsta árinu sem flugu til 160 áfangastaða í 53 löndum og þá fór 24.400 tonn af frakt um flugvöllinn.

Þegar Brandenburg-flugvöllur opnaði þann 31. október árið 2020 var aðeins eitt flugfélag sem flaug langflug um flugvöllinn sem var Qatar Airways sem flaug til Berlínar frá Doha í Qatar.

Því næst byrjaði Scoot, dótturfélag Singapore Airlines, að fljúga til Brandenburg-flugvallarins frá Singapore og United Airlines frá New York og Washington og SmartLynx Airlines sem byrjaði að fljúga til Dubai.

Aletta von Massenbach, framkvæmdarstjóri flugvallarins, segir að þrátt fyrir erfiðleika í rekstri vegna heimsfaraldursins, þá hafi Brandenburg-flugvöllur sannað gildi sitt.

„Við viljum þakka öllum sem hafa aðstoðað við að halda flugvellinum gangandi fyrsta árið og það er undir okkur komið að bæta farþegatölurnar og aðlaga flugvöllinn af auknum farþegafjölda“, segir Massenbach.

Þau flugfélög sem eru með mestu umsvifin á Brandenburg-flugvellinum í dag eru easyJet, Ryanair og Lufthansa og vinsælustu áfangastaðirnir sem flogið er til eru Mallorca, Antalya, Amsterdam, Istanbul og Zurich.  fréttir af handahófi

Samið um stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli

29. desember 2021

|

Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna hafa undirritað samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna.

Nýr yfirmaður yfir farþegaþotudeild Boeing

9. desember 2021

|

Boeing hefur skipað nýjan yfirmann yfir framleiðsludeild á farþegaþotum og mun Elizabeth Lund taka við þeirri stöðu af Mark Jenks.

Rússar hefja smíði á vængjum fyrir fyrstu CR929 breiðþotuna

23. nóvember 2021

|

Rússneska fyrirtækið AeroComposit, dótturfélag rússnesku flugvélasamsteypunnar United Aircraft Corporation (UAC), hefur hafist handa við smíði á fyrstu einungunni sem Rússar framleiða fyrir fyrstu pr

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00