flugfréttir

CAE kemur upp fyrsta 737 MAX flugherminum í Evrópu

3. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

CAE 7000XR Series Boeing 737 MAX flughermirinn

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE hefur komið upp fyrsta Boeing 737 MAX flugherminum í Evrópu sem staðsettur er í Amsterdam en hermirinn er af gerðinni CAE 7000XR Series.

CAE hefur fengið 60 pantanir í Boeing 737 MAX flugherma og er búið að afhenda 35 slíka víðsvegar um heiminn en CAE hefur sjálft sex flugherma á sínum snærum fyrir Boeing 737 MAX sem staðsettir eru í Toronto, Dallas, Dubai, Singapore og nú einnig í Amsterdam.

CAE 7000XR Series flughermarnir eru þeir nýjustu sem CAE framleiðir í flokki „Level D“ flugherma sem uppfylla ströngustu kröfur er kemur að þjálfun flugmanna á farþegaflugvélar.

Flughermarnir koma með nýjustu skjátækni með ítarlegum raunveruleika er kemur að grafík, næstu kynslóð af aðsetri og búnaði fyrir þjálfunaraðila og er hermirinn hannaður með hagkvæmni að leiðarljósi, lægri þjálfunarkostnað og aukinn áreiðanleika.

Þá hefur CAE einnig gert þjálfunarsamning við SAS (Scandinavian Airlines) um þjálfunarverkefni er kemur að flughermaþjálfun á Airbus A350 þoturnar sem gildir til ársins 2032.

Í tengslum við þann samning verður komið upp Airbus A320 flughermi í þjálfunarsetri CAE í Osló og þá stendur til að koma upp Airbus A350 flughermi í Kaupmannahöfn í byrjun ársins 2022.

CAE hefur nú þegar í gildi þjálfunarsamning við SAS vegna þjálfunar á Airbus A320, A330 og Boeing 737 en SAS og CAE hafa átt í samstarfi í yfir 10 ár.  fréttir af handahófi

Air Baltic byrjar að losa sig við Dash 8-400 flugvélarnar

21. júlí 2022

|

Lettneska flugfélagið Air Baltic er byrjað að taka úr umferð De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar og hafa þær fyrstu yfirgefið flugflotann.

Alliance í Ástralíu selur allar Fokker 50 flotann

8. ágúst 2022

|

Ástralska flugfyrirtækið Alliance Aviation hefur hætt með allar Fokker 50 flugvélarnar fimm og hafa þær að auki þess verið seldar og afhentar til nýrra eigenda.

Panta 41 þotu frá Airbus

25. júlí 2022

|

Þýska flugfélagið Condor hefur lagt inn pöntun til Airbus í 41 farþegaþotu úr A320neo fjölskyldunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00