flugfréttir
Kynna 100 sæta rafmagnsflugvél sem kemur á markað árið 2026

Wright Spirit á að koma á markaðinn árið 2026
Fyrirtækið Wright Electric hefur kynnt til sögunnar farþegaþotu sem verður eingöngu knúin áfram fyrir rafmagni sem á að koma á markað árið 2026 en flugvélin mun taka 100 farþega í sæti.
Flugvélin, sem nefnist Wright Spirit, var kynnt til sögunnar í gær á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow í
Skotlandi og er um að ræða BAe 146 flugvél sem verður útbúin með fjórum rafmagnsflugvélum.
Fram kemur að flugvélin mun henta vel á styttri og fjölförnum flugleiðum á borð við frá London til París,
New York - Washington, Frankfurt - París og á milli Seoul og Juju í Suður-Kóreu.
Tilraunir og prófanir með fyrsta rafmagnsþotuhreyfilinn munu hefjast árið 2023 og árið 2024 er gert ráð fyrir
að fyrstu flugprófanirnar munu hefjast.
„Flugiðnaðurinn stefnir á kolefnislausan útblástur fyrir árið 2050 en Wright stefnir á 100% kolefnislaust
flug árið 2026“, segir Jeff Engler, framkvæmdarstjóri Wright Electric, sem bendir á að töluvert verði hægt
að draga úr kolefnalosun með því að fljúga með rafmagnsflugvélum á milli stórborga þar sem eftirspurn eftir
flugi er mikil.
Wright Electric hefur unnið að verkefni er snýr að rafmagnsflugvél í samstarfi við flugfélögin Viva Aerobus og easyJet
Þá vinnur fyrirtækið einnig að þróun á stærri rafmagnsflugvél sem er ætlað að taka 186 farþega með flugdrægi
upp á 800 mílur (1.480 kílómetra) sem á að koma á markaðinn árið 2030.


22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

28. júlí 2021
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur lagt inn pöntun til Airbus í 37 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

2. ágúst 2022
|
Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Nok Air rann út af braut í lendingu í borginni Chiang Rai í norðurhluta Tælands um helgina.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan