flugfréttir

20 farþegar létu sig hverfa þegar lent var með veikan farþega

- Veiki farþeginn grunaður um að hafa aðstoðað ólöglega innflytjendur

8. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:29

Airbus A320 þotan á flugvellinum á Palma de Mallorca skömmu eftir lendinguna sl. föstudag

Yfir tuttugu farþegar létu sig hverfa frá borði er farþegaþota frá flugfélaginu Air Arabia Maroc þurfti að lenda á eyjunni Mallorca um helgina vegna veikinda um borð meðal eins farþega.

Þotan sem er af gerðinni Airbus A320 var á leið frá Casablanca til Istanbúl sl. föstudag þegar þegar lýst var yfir neyðartilfelli vegna farþega sem hafði veikst skyndilega á leiðinni þegar þotan var yfir Miðjarðarhafi nálægt austurströnd Spánar.

Áhöfnin ákvað að lenda í Palma de Mallorca til að koma farþeganum undir læknishendur. Þegar vélin lenti og sjúkraliðar fóru um borð nýttu yfir tuttugu farþegar sér tækifærið og fóru frá borði og létu sig hverfa á meðan verið var að koma sjúklingnum frá borði.

Lögregla hóf þegar í stað leit að farþegunum á flugvallarsvæðinu og þurftu þrettán komuflugvélar að lenda á öðrum flugvöllum auk þess sem seinka þurfti brottför hjá 16 flugvélum.

Lögreglan náði að hafa hendur í hári meðal 12 farþega sem voru handteknir en enn stendur leit yfir að öðrum tólf farþegum sem hafa ekki fundist.

Maðurinn sem veiktist, sem er frá Marokkó, reyndist svo við hestaheilsu og amaði ekkert að honum og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann er grunaður um að hafa gert upp veikindin til þess að aðstoða við að koma flóttamönnum til Spánar. Annar aðili, sem var með honum í för þegar hann var fluttur undir læknishendur, flúði af spítalanum og hefur enn ekki fundist.

Um fjögurra tíma seinkun varð á brottför þotunnar sem hélt loks aftur af stað áleiðis til Istanbúl.  fréttir af handahófi

Byrja að setja saman skrokk fyrir A220 þoturnar í Casablanca

28. júní 2022

|

Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

Pantanir í yfir 250 Boeing 737 MAX þotur á 4 dögum

21. júlí 2022

|

Boeing hefur tryggt sér pantanir í 267 þotur á þeim fjórum dögum sem liðnir eru af Farnborough flugsýningunni sem hófst sl. mánudag.

Júmbó-þota losnaði af dráttarbíl og rann á trukk og grindverk

4. ágúst 2022

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747 frá Korean Air rann af stæði á Ted Stevens flugvellinum í Anchorage í Alaska í vikunni og hafnaði á kyrrstæðum flutninagabíl frá FedEx.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00