flugfréttir
Eiga von á pöntun í 70 Boeing 737 MAX þotur um helgina

Nýja flugfélagið Akasa Air stefnir á að vera komið með 70 Boeing 737 MAX þotur á næstu fjórum árum
Boeing á von á pöntun á næstu dögum frá nýju flugfélagi sem verið er að stofna á Indlandi sem hyggst panta 70 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.
Nýja flugfélagið, sem heitir Akasa Air, er í eigu milljarðamæringsins Rakesh Jhunjhunwala og
er talið að tilkynnt verði um pöntunina næstkomandi sunnudag á flugsýningunni í Dubai.
Hvorki Akasa Air né Boeing hafa viljað tjá sig frekar um pöntunina sem er metin á 1.315 milljarða króna.
Boeing 737 MAX þoturnar fengu aftur leyfi til þess að hefja sig til flugs af indverskum flugmálayfirvöldum í ágúst síðastliðnum en flugfélagið SpiceJet hefur stærsta 737 MAX flota á Indlandi sem telur 13 MAX-þotur en félagið á von á yfir 190 þotum til viðbótar á næstu árum.
Akasa Air var stofnað á þessu ári og hefur flugfélagið höfuðstöðvar sínar í borginni Bangalore á Indlandi en Rakesh Jhunjhunwala er fyrrverandi stofnandi indverska flugfélagsins Jet Airways.
Akasa Air ætlar að hefja farþegaflug næsta sumar og ætlar félagið að vera komið með 70 Boeing 737 MAX þotur
á næstu fjórum árum en félagið er einnig í viðræðum við Airbus.


11. júlí 2022
|
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur ákveðið að draga úr fyrirhuguðum auknum umsvif og sætaframboði um 5 prósent til þess að takmarka þær raskanir sem orðið hafa á flugáætlun félagsins nú þeg

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

26. júlí 2022
|
Lufthansa hefur aflýst yfir 1.000 flugferðum á morgun vegna yfirvofandi verkfalls meðal flugvallarstarfsmanna sem eru meðlimir í verkalýðsfélaginu Verdi.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan