flugfréttir

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:02

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýringu fyrir hvern þeirra og sett markmið um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

„Vöktun á umhverfisþáttum sem tengdir eru rekstri Isavia eru órjúfanlegur hluti af starfsemi fyrirtækisins,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. „Umhverfisstjórnunarkerfið myndar heildstæða umgjörð um þessa þætti og með því lágmörkum við áhættuna af því að starfsemi Isavia valdi neikvæðum umhverfisáhrifum.“

Innleiðing á ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum er afar krefjandi ferli fyrir öll fyrirtæki, sér í lagi þau sem eru með umfangsmikinn og flókinn rekstur. „Að slíkri innleiðingu koma starfsmenn á öllum stigum og hver og einn verður að leggja sitt af mörkum til að sem mestur árangur náist fyrir fyrirtækið og samfélagið. Ég vil þakka öflugu starfsfólki Isavia fyrir þann góða árangur sem við höfum náð í umhverfismálum,“ segir Hrönn.

„Isavia hefur sett sér metnaðarfull markmið varðandi sjálfbærni og þá er virkt umhverfisstjórnunarkerfi mjög góð leið til að vinna stöðugt að þeim,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Með þessari nýju vottun er tryggt að við missum ekki sjónar á okkar skýru markmiðum. Við vinnum með skipulögðum hætti að stöðugum umbótum í umhverfismálum. Markmiðið er að starfsemi okkar á Keflavíkurflugvallar verði kolefnislaus árið 2030.“

„Það skiptir miklu máli fyrir Isavia að hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi. ISO 14001 vottunin nær þó ekki bara yfir núverandi starfsemi Isavia heldur einnig til þeirra framkvæmda sem nú standa yfir á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir. „Vottunin er enn ein staðfestingin á því að Isavia leggur mikla áherslu á sjálfbærni í starfseminni.“  fréttir af handahófi

FAA gagnrýnir Boeing fyrir öryggis- og eftirlitsmál

12. nóvember 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent Boeing bréf þar sem bent er á að sumir verkfræðingar sem flugvélaframleiðandinn hefur gert að eftirlitsmönnum til þess að meta öryggisatriði, taka viðtöl og

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Nýtt fyrirkomulag á ástandsmati flugbrauta

5. október 2021

|

Nýtt fyrirkomulag hefur verið innleitt við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.