flugfréttir

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:02

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýringu fyrir hvern þeirra og sett markmið um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

„Vöktun á umhverfisþáttum sem tengdir eru rekstri Isavia eru órjúfanlegur hluti af starfsemi fyrirtækisins,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. „Umhverfisstjórnunarkerfið myndar heildstæða umgjörð um þessa þætti og með því lágmörkum við áhættuna af því að starfsemi Isavia valdi neikvæðum umhverfisáhrifum.“

Innleiðing á ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum er afar krefjandi ferli fyrir öll fyrirtæki, sér í lagi þau sem eru með umfangsmikinn og flókinn rekstur. „Að slíkri innleiðingu koma starfsmenn á öllum stigum og hver og einn verður að leggja sitt af mörkum til að sem mestur árangur náist fyrir fyrirtækið og samfélagið. Ég vil þakka öflugu starfsfólki Isavia fyrir þann góða árangur sem við höfum náð í umhverfismálum,“ segir Hrönn.

„Isavia hefur sett sér metnaðarfull markmið varðandi sjálfbærni og þá er virkt umhverfisstjórnunarkerfi mjög góð leið til að vinna stöðugt að þeim,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Með þessari nýju vottun er tryggt að við missum ekki sjónar á okkar skýru markmiðum. Við vinnum með skipulögðum hætti að stöðugum umbótum í umhverfismálum. Markmiðið er að starfsemi okkar á Keflavíkurflugvallar verði kolefnislaus árið 2030.“

„Það skiptir miklu máli fyrir Isavia að hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi. ISO 14001 vottunin nær þó ekki bara yfir núverandi starfsemi Isavia heldur einnig til þeirra framkvæmda sem nú standa yfir á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir. „Vottunin er enn ein staðfestingin á því að Isavia leggur mikla áherslu á sjálfbærni í starfseminni.“  fréttir af handahófi

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Lufthansa aflýsir yfir 1.000 flugferðum vegna verkfalls

26. júlí 2022

|

Lufthansa hefur aflýst yfir 1.000 flugferðum á morgun vegna yfirvofandi verkfalls meðal flugvallarstarfsmanna sem eru meðlimir í verkalýðsfélaginu Verdi.

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00