flugfréttir

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:02

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýringu fyrir hvern þeirra og sett markmið um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

„Vöktun á umhverfisþáttum sem tengdir eru rekstri Isavia eru órjúfanlegur hluti af starfsemi fyrirtækisins,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. „Umhverfisstjórnunarkerfið myndar heildstæða umgjörð um þessa þætti og með því lágmörkum við áhættuna af því að starfsemi Isavia valdi neikvæðum umhverfisáhrifum.“

Innleiðing á ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum er afar krefjandi ferli fyrir öll fyrirtæki, sér í lagi þau sem eru með umfangsmikinn og flókinn rekstur. „Að slíkri innleiðingu koma starfsmenn á öllum stigum og hver og einn verður að leggja sitt af mörkum til að sem mestur árangur náist fyrir fyrirtækið og samfélagið. Ég vil þakka öflugu starfsfólki Isavia fyrir þann góða árangur sem við höfum náð í umhverfismálum,“ segir Hrönn.

„Isavia hefur sett sér metnaðarfull markmið varðandi sjálfbærni og þá er virkt umhverfisstjórnunarkerfi mjög góð leið til að vinna stöðugt að þeim,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Með þessari nýju vottun er tryggt að við missum ekki sjónar á okkar skýru markmiðum. Við vinnum með skipulögðum hætti að stöðugum umbótum í umhverfismálum. Markmiðið er að starfsemi okkar á Keflavíkurflugvallar verði kolefnislaus árið 2030.“

„Það skiptir miklu máli fyrir Isavia að hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi. ISO 14001 vottunin nær þó ekki bara yfir núverandi starfsemi Isavia heldur einnig til þeirra framkvæmda sem nú standa yfir á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir. „Vottunin er enn ein staðfestingin á því að Isavia leggur mikla áherslu á sjálfbærni í starfseminni.“  fréttir af handahófi

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram í Keflavíkurflugvelli

25. október 2021

|

Á fimmta hundrað manns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli sl. laugardag en æfingar á flugvellinum eru stærstu hópslysaæfingar sem haldnar eru á Íslandi.

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram í Keflavíkurflugvelli

25. október 2021

|

Á fimmta hundrað manns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli sl. laugardag en æfingar á flugvellinum eru stærstu hópslysaæfingar sem haldnar eru á Íslandi.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00