flugfréttir

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

- Segja að yfirvofandi gjaldhækkun eigi eftir að hafa slæm áhrif

22. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Flugvélar British Airways við Terminal 5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur áform um að hækka flugvallargjöld um allt að 76 prósent og segir IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, að flugvöllurinn sé nú þegar sá dýrasti í heimi er kemur að notkun og sé sífellt að verða dýrari og dýrari fyrir flugfélögin.

„Staðreyndin er sú að 40 prósent af þeim farþegum sem nota Heathrow-flugvöll eru tengifarþegar sem eiga einungis leið hjá á leið til annarra áfangastaða og þeir gætu hæglega farið aðrar leiðir með því að taka tengiflug til annarra flugvalla“, segir Luis Galleo, framkvæmdarstjóri IAG.

„Að hækka flugvallargjöld mun ekki hjálpa til og ekki auka eftirspurnina - þess í stað mun það hafa þveröfug áhrif. Ef gjöldin hækka þá veit ég að IAG er ekki eina flugfélagið sem íhugar aðgengið sitt að Heathrow“, bætir Galleo við.

Bresk flugmálayfirvöld og stjórn Heathrow-flugvallar lýstu því yfir fyrr í haust að til stæði að hækka farþegagjöld úr 3.473 krónum á hvern farþega í upphæð sem nemur frá 4.342 krónum til 6.097 krónur sem fer eftir hvort um sé að ræða innanlandsflug eða langflug til fjarlægra áfangastaða.

Þá segir Time Alderslade, framkvæmdarstjóri samtakanna Airlines UK, að hækkunin eigi eftir að hafa skaðleg áhrif á þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Heathrow-flugvellinum og þar á meðal gæti það haft áhrif á þriðju flugbrautina. - „Ef þeir eru ekki hæfir um að halda gjöldunum innan marka þá mun það verða dauðadómur fyrir þriðju flugbrautina“, segir Alderslade.  fréttir af handahófi

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýrin

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn

26. október 2021

|

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn á næstu sex mánuðum þar sem félagið sér fram á mikla útrás í kjölfar þess að heimsfaraldurinn fer að líða undir lok.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.