flugfréttir

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

- Segja að yfirvofandi gjaldhækkun eigi eftir að hafa slæm áhrif

22. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Flugvélar British Airways við Terminal 5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur áform um að hækka flugvallargjöld um allt að 76 prósent og segir IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, að flugvöllurinn sé nú þegar sá dýrasti í heimi er kemur að notkun og sé sífellt að verða dýrari og dýrari fyrir flugfélögin.

„Staðreyndin er sú að 40 prósent af þeim farþegum sem nota Heathrow-flugvöll eru tengifarþegar sem eiga einungis leið hjá á leið til annarra áfangastaða og þeir gætu hæglega farið aðrar leiðir með því að taka tengiflug til annarra flugvalla“, segir Luis Galleo, framkvæmdarstjóri IAG.

„Að hækka flugvallargjöld mun ekki hjálpa til og ekki auka eftirspurnina - þess í stað mun það hafa þveröfug áhrif. Ef gjöldin hækka þá veit ég að IAG er ekki eina flugfélagið sem íhugar aðgengið sitt að Heathrow“, bætir Galleo við.

Bresk flugmálayfirvöld og stjórn Heathrow-flugvallar lýstu því yfir fyrr í haust að til stæði að hækka farþegagjöld úr 3.473 krónum á hvern farþega í upphæð sem nemur frá 4.342 krónum til 6.097 krónur sem fer eftir hvort um sé að ræða innanlandsflug eða langflug til fjarlægra áfangastaða.

Þá segir Time Alderslade, framkvæmdarstjóri samtakanna Airlines UK, að hækkunin eigi eftir að hafa skaðleg áhrif á þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Heathrow-flugvellinum og þar á meðal gæti það haft áhrif á þriðju flugbrautina. - „Ef þeir eru ekki hæfir um að halda gjöldunum innan marka þá mun það verða dauðadómur fyrir þriðju flugbrautina“, segir Alderslade.  fréttir af handahófi

Fara fram á 32 milljarða í skaðabætur frá Boeing

26. október 2021

|

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hyggst fara í mál við Boeing vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum sem stóðu yfir í tæp tvö ár frá því í mars árið 2019 fram í lok ársins 2020.

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00