flugfréttir
Rússar hefja smíði á vængjum fyrir fyrstu CR929 breiðþotuna

Líkan af CR929 breiðþotunni sem er í framleiðslu hjá Rússum og Kínverjum
Rússneska fyrirtækið AeroComposit, dótturfélag rússnesku flugvélasamsteypunnar United Aircraft Corporation (UAC), hefur hafist handa við smíði á fyrstu einungunni sem Rússar framleiða fyrir fyrstu prótótýpuna af Comac CR929 breiðþotunni sem verður framleidd í samvinnu milli Rússa og Kínverja.
Um er að ræða smíði á vængjum fyrir þotuna sem hefur verið markaðsett í von um að etja
kappi við breiðþotur frá Boeing og Airbus en breiðþotan mun koma með sæti fyrir 250 til 320 farþega.
Smíði á vængjunum fer fram í verksmiðju AeroComposit í borginni Ulyanovsk í Rússlandi
en Kínverjar byrjuðu að smíða fyrstu eininguna hjá sér í september í verksmiðju Comac í
borginni Linang en ekki kemur fram hvaða hluti flugvélarinnar verið er að smíða.
Rússar munu taka að sér að smíða stóran hluta af CR929 breiðþotunni og þar á meðal skrokkinn og vængina en sama verksmiðja hefur séð um framleiðslu á íhlutum í MC-21 þotunni
og einnig fyrir Sukhoi Superjet 100 þotuna.
Áætlað er að Comac CR929 breiðþotan muni fljúga sitt fyrsta flug á tímabilinu milli 2025 og 2027
en seinkun verður á dagsetningunni hvenær þotan kemur á markað sem er áætlað árið 2028
eða 2029.


10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

22. júlí 2022
|
Seinkun varð á flugi Alaska Airlines frá Washington D.C. til San Francisco sl. mánudag eftir að flugstjóri vélarinnar yfirgaf stjórnklefann þar sem honum og aðstoðarflugmanninum kom ekki saman.

15. júlí 2022
|
Bandaríska samgönguöryggisstofnunin (TSA) hefur tilkynnt að búið sé að bæta við nýjum valmöguleika varðandi kyn sem farþegar geta valið er þeir forskrá sig til að fá forgang í gegnum öryggisleit á b

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan