flugfréttir
Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

Boeing 737 þota frá Air Nigeria sem hætti flugrekstri árið 2012
Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.
Fram kemur að ef allt gengur samkvæmt áætlun mun Nigeria Air hefja flugrekstur í apríl eftir áramót
og er vonast til að fjárfestar munu koma til með að eiga 49 prósent í félaginu á meðan einkaaðilar haldi 46 prósentum og nígeríska ríkisstjórnin 5 prósentum.
Leit að samvinnuaðila til þess að koma að fjárfestingu er við það að hefjast og kemur fram að það gæti
annað hvort verið erlent flugfélag eða erlent fyrirtæki sem kæmi þá með tæpa 40 milljarða inn í félagið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að stofna nýtt þjóðarflugfélag í Nígeríu en seinasta tilraun sem gerð
var árið 2018 fór út um þúfur en Nígería hefur verið án þjóðarflugfélags í 18 ár eða frá því
Nigeria Airways varð gjaldþrota árið 2003 eftir 45 ára flugrekstur.
Virgin Atlantic stofnaði útibú af flugfélagi sínu í Nígeríu árið 2005 í samvinnu við ríkisstjórn landsins en Virgin seldi hlut sinn í því árið 2008 og var því flugfélagi breytt í Air Nigeria en það félag hætti loks
rekstri árið 2012.


15. júlí 2022
|
Bandaríska samgönguöryggisstofnunin (TSA) hefur tilkynnt að búið sé að bæta við nýjum valmöguleika varðandi kyn sem farþegar geta valið er þeir forskrá sig til að fá forgang í gegnum öryggisleit á b

4. ágúst 2022
|
Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747 frá Korean Air rann af stæði á Ted Stevens flugvellinum í Anchorage í Alaska í vikunni og hafnaði á kyrrstæðum flutninagabíl frá FedEx.

14. júní 2022
|
Boeing fékk pantanir í 23 nýjar flugvélar í maí en flestar pantanirnar voru gerðar í þotur af gerðinni Boeing 787 og Boeing 777X.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan