flugfréttir
Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð
- Aðeins 1.2 milljón farþegar í október en voru 31 milljón í október árið 2019

Flugfarþegum í millilandaflugi innan Asíu í október sl. voru aðeins 1.2 milljón talsins
Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum misserum.
Samtök flugfélaga í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu (AAPA) birti nýlega skýrslu þar sem fram koma
tölur yfir farþegafjölda í millilandaflugi en aðeins voru 1.2 milljón farþega sem flugu í millilandaflugi á svæðinu
í októbermánuði síðastliðnum en í október árið 2019 voru alþjóðafarþegar 31 milljón talsins.
Þessar lágu farþegatölur má rekja að mestu leyti til ferðatakmarkanna í löndum innan svæðisins en á sama
tíma hefur eftirspurn eftir fraktflugi aukist til muna.
Subhas Menon, formaður AAPA, segir að til þess að ná farþegafjöldanum upp að nýju sé nauðsynlegt
fyrir ríkisstjórnir landanna að koma á samræmi í sóttvarnarreglum og takmörkunum og tekur hann
í sama streng og aðrir formenn annarra samtaka í fluginu í Evrópu og víðar sem skella skuldinni á
ósamræmi í aðgerðum.
„Til þess að ná einhverju bataferli í fluginu á næstu árum þá hvetjum við ríkisstjórnir að hafa sömu reglur
fyrir þá sem eru að fara yfir landamæri með svipaðar sóttvarnaraðgerðir“, segir Menon.


16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

13. júlí 2022
|
Evrópusambandið hefur komið fram með tillögu um að taka aftur í notkun 80/20 reglugerðina fyrir þjónustupláss á evrópskum flugvöllum sem var breytt vegna heimsfaraldursins.

21. júlí 2022
|
Lettneska flugfélagið Air Baltic er byrjað að taka úr umferð De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar og hafa þær fyrstu yfirgefið flugflotann.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan