flugfréttir
AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

Airbus A220 þota airBaltic
Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þeirri tegund. Þar að auki er félagið einnig áhugasamt um að panta langdrægari útáfu af A220-300 með aukaeldsneytistanki.
AirBaltic hefur í dag eingöngu Airbus A220 þotur í flotanum sem allar eru af gerðinni A220-300 og telur
floti félagsins 32 slíkar þotur.
„Í dag er airBaltic að fljúga einu lengstu áætlunarflugferði sem farnar er með Airbus A220-300 þotunni sem við erum að nota
á leiðinni milli Riga og Dubai og Riga og Tenerife. Með frekari þróun í náinni framtíð og auknu flugþoli með viðbótar
eldsneytistanki þá væru það eitthvað sem kæmi til greina auk lengri útgáfu“, segir talsmaður airBaltic.
Airbus hefur áður gefið upp að verið sé að skoða lengri útgáfu af Airbus A220 sem kæmi til með að heita A220-500 og
hefur Airbus nefnt að mögulega yrði sú þota arftaki af A320 fjölskyldunni en Airbus hefur einnig nefnt að A220-500
verði ekki að veruleika sem kom fram í yfirlýsingu frá framleiðandanum árið 2019.


9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

28. júlí 2021
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur lagt inn pöntun til Airbus í 37 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan