flugfréttir
Air France-KLM sagt ætla taka A321neo í stað Boeing 737 MAX

Fram kemur að Air France-KLM sé að íhuga pöntun í allt að 80 þotur með möguleika á 60 til 80 til viðbótar
Air France-KLM hefur ákveðið að taka tilboði Airbus í stað Boeing er kemur að pöntun á meðalstórum farþegaþotum en til stóð að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX fyrir KLM Royal Dutch Airlines og dótturfélögin Transavia og Transavia France.
Samkvæmt aðilum sem eru kunnugir málinu þá ætlar Air France-KLM þess í stað að leggja inn pöntun
í Airbus A321neo þoturnar sem í dag er ein vinsælasta þotan sem pöntuð er um þessar mundir hjá Airbus.
Transavia hefur í dag 39 Boeing 737 þotur í flotanum á meðan Transavia France hefur 54 slíkar
þotur og þá eru fjörutíu og sex Boeing 737 þotur í flota KLM.
Air France-KLM hefur átt í viðræðum við Boeing og Airbus frá því í sumar er fyrirtækið óskaði eftir
tilboði í meðalstórar farþegaþotur vegna endurnýjun á flugflota.
Ben Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, greindi frá því í september í haust á Skift Aviation Forum
flugráðstefnunni að fyrirtækið myndi gera upp hug sinn á næstu mánuðum vegna pöntunnar á allt
að 80 þotum með möguleika á 60 til 80 til viðbótar.


9. mars 2022
|
Airbus hefur fengið færri pantanir í nýjar breiðþotur frá áramótum og héldu þær áfram að dvína í febrúar en á móti kemur þá varð fjölgun á pöntunum í minni þotur og sérstaklega í Airbus A220 þotuna.

21. mars 2022
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa afturkallað evrópska flughæfnisvottun fyrir rússneskar flugvélar og þar á meðal nýju Sukhoi Superjet 100 þotuna sem fær því ekki að fljúga lengur í evrópskri lo

25. mars 2022
|
Airbus telur að flugfélög á Indlandi þurfi á yfir 2.000 flugvélum að halda á næstu 20 árum til þess að mæta vaxandi eftirspurn í farþegaflugi en þess má geta að seinasta spá Airbus gerði ráð fyrir 1.8

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.