flugfréttir
Nýr yfirmaður yfir farþegaþotudeild Boeing

Frá verksmiðjum Boeing í Everett
Boeing hefur skipað nýjan yfirmann yfir framleiðsludeild á farþegaþotum og mun Elizabeth Lund taka við þeirri stöðu af Mark Jenks.
Mark Jenks verður skipt strax út fyrir Elizabeth Lund en Jenks var áður yfirmaður yfir framleiðslu
á Boeing 737 MAX þotunum og einnig yfir Boeing 787 deildinni þar á undan.
Elizabeth Lund var einnig yfirmaður yfir Boeing 787 deildinni árið 2012 og þá hafði hún yfirumsjón
með framleiðslu á Boeing 777 þotunum árið 2016.
Þessar stöðubreytingar koma á krefjandi tímum en Boeing hefur verið að vinna markvist að því að endurheimta
söluárangur á Boeing 737 MAX þotunum eftir kyrrsetningu sem stóð í 20 mánuði og þá hafa komið einnig
upp vandamál með Dreamliner-þoturnar sem hafa haft töluverð áhrif á afhendingar.
Jenks mun halda áfram störfum hjá Boeing til ársins 2022 og aðstoða við yfirmannaskiptin á meðan
Lund tekur við starfinu en hún hefur komið að stjórnun yfir framleiðslu á Boeing 777, Boeing 777X, 747-8 og
Boeing 767 þotunum.


13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

5. maí 2022
|
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

21. mars 2022
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa afturkallað evrópska flughæfnisvottun fyrir rússneskar flugvélar og þar á meðal nýju Sukhoi Superjet 100 þotuna sem fær því ekki að fljúga lengur í evrópskri lo

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.