flugfréttir
Isavia ANS innleiðir hæfibundinnar leiðsögu (PBN)

Dótturfélag Isavia hefur gefið út áætlun um innleiðingu hæfnibundinnar leiðsögu (PBN) fyrir Ísland
Isavia ANS, dótturfélag Isavia ohf. sem annast flugleiðsöguþjónustu, hefur gefið út áætlun um innleiðingu hæfnibundinnar leiðsögu (PBN) fyrir Ísland í skjalinu PBN Transition plan for ICELAND í samræmi við reglugerð 444/2020 og framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2018/1048.
„Innleiðing hæfnibundinnar leiðsögu á Íslandi felur í sér aukið öryggi við gerð flugferla,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS.
Við gerð staðlaðra leiðar-, aðflugs- og brottflugs flugferla verður ekki lengur byggt á óstefnuvirkum vitum þ.e. radíóvitum (NDB vitum eða Non-directional beacons) heldur þeirri tækni sem felst í GNSS kerfi (Global Navigation Satellite System), þ.e. hnattrænt leiðsögukerfi til staðsetningar.
Áætlunin, sem unnin var í samráði við notendur og flugvelli, er birt á heimasíðu Isavia.


28. apríl 2022
|
Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.

27. apríl 2022
|
Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.

24. febrúar 2022
|
Svissneska flugfélagið SWISS International Air Lines ætlar að setja nýja tegund af klæðningu á nokkrar af þeim þotum sem félagið notar til langflugs en um er að ræða klæðningu með yfirlagi sem er æt

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.