flugfréttir
Hlaðmaður sofnaði í fraktinni og vaknaði í Abu Dhabi

Hlaðmaðurinn hafði lagt sig innan um ferðatöskurnar á flugvellinum í Mumbai sl. sunnudag
Hlaðmaður á flugvellinum í Mumbai á Indlandi fannst sofandi í fraktrými innan um farangurinn um borð í Airbus A320 þotu hjá flugfélaginu IndiGo Airlines við komuna til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina.
Hlaðmaðurinn sofnaði þegar hann var að koma fyrir ferðatöskum þegar verið var að undirbúa þotuna
fyrir áætlunarflug til Abu Dhabi sl. sunnudag.
Starfsmenn flugvallarins í Abu Dhabi komu auga á starfsmanninn þegar fraktrýmið var opnað og var hann heill
á húfi en fraktrýmið er þrýstijafnað.
Flugmálayfirvöld á Indlandi segja að verið sé að rannsaka hvernig þetta atvikaðist en starfsmaðurinn var sendur
til baka til Indlands með áætlunarflugi.
„Eftir að búið var að koma öllum ferðatöskunum fyrir í þotunni sveif þreyta yfir einn starfsmanninn sem ákvað að slaka
aðeins á inni í farangursrými númer 1 og sofnaði hann bakvið ferðatöskurnar. Frakthurðinni var lokað af öðrum starfsmönnum þegar búið var að telja þá starfsmenn sem unnu við að þjónusta flugvélina“, segir í fréttatilkynningu
frá flugmálayfirvöldum á Indlandi.
„Starfsmaðurinn vaknaði upp við að þotan var í flugtaki í Mumbai. Hann uppgötvaðist loksins
við komuna til Abu Dhabi og gekkst hann undir læknisskoðun þar í landi þar sem í ljós kom
að andleg heilsa hans var stöðug og eðlileg. Eftir að hafa fengið leyfi frá yfirvöldum í Abu Dhabi
var hann sendur til baka með sömu vél sem farþegi“, segir enn fremur.


25. mars 2022
|
Airbus telur að flugfélög á Indlandi þurfi á yfir 2.000 flugvélum að halda á næstu 20 árum til þess að mæta vaxandi eftirspurn í farþegaflugi en þess má geta að seinasta spá Airbus gerði ráð fyrir 1.8

28. febrúar 2022
|
Airbus hefur gefið skýrt fram við réttarhöld að flugvélaframleiðandinn ætlar ekki greiða neinar skaðabætur til Qatar Airways vegna máls sem flugfélagið hefur höfðað gegn framleiðandanum.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.