flugfréttir
Qantas velur A321XLR og A220

Tölvugerð mynd af Airbus A321XLR og A220 í litum Qantas
Qantas hefur lýst því yfir að flugfélagið ástralska hafi gert upp hug sinn varðandi endurnýjun á innanlandsflugflota og ætlar félagið að leggja inn pöntun í 40 þotur frá Airbus á næsta ári.
Qantas ætlar að leggja inn pöntun í tuttugu langdrægar Airbus A321XLR þotur og 20 þotur af gerðinni Airbus A220
og verður pöntunin gerð fyrir loks fjármálaársins 2022.
Sú Airbus A220 þota sem varð fyrir valinu hjá Qantas er stærri tegundin, A220-300, en
félagið hefur einnig gert kauprétt á minni tegundinni, A220-100.
A321XLR og A220 þoturnar munu leysa af hólmi þann flota sem samanstendur af Boeing 737-800 og Boeing 717.
Qantas mun hafa kauprétt á alls 94 þotum frá Airbus yfir tímabil sem mun spanna 10 ár.
Stjórn Qantas ákvað A321XLR og A220 eftir ítarlega skoðun og undirbúning en meðal
annarra flugvélategunda sem komu til greina voru Boeing 737 MAX og Embraer E190-E2 og E195-E2 þoturnar.


3. maí 2022
|
Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi hafnað yfirtökutilboði Jetblue Airlines og muni félagið halda sínu striki er kemur að samrunanum við Frontier Air

29. mars 2022
|
Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

5. maí 2022
|
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.